Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 172
172
Hið menningarlega forræði og fjölmiðlaheimurinn
„Kaffi er ekki kaffi – kaffi er ekki einu sinni te,“ segir Sigurjón Linnet
stílisti við Frímann þegar þeir sitja á snobbkaffihúsi og drekka úrvals-
kaffið sem Jonathan, sérstakur kaffisérfræðingur, lagar fyrir þá.74 Sigtið
er tvöfaldur þáttur í roðinu að því leyti að þar er á yfirborðinu fengist
við samfélagsmál en í raun snýst þátturinn um umfjöllunina sjálfa, um
leikræna útfærslu sjónvarpsins á raunheiminum. Þannig fer þátturinn
„Þráhyggjur og áráttur“ nákvæmlega eftir forskriftinni um hvernig setja
skal upp „vandamálaþátt“ í sjónvarpi. Ekki aðeins lýsa skyggðir „sjúkling-
ar“ vanda sínum með afbakaðri röddu heldur eru fundnar „hetjur“ sem
hafa „barist við“ fíknina og unnið tímabundinn sigur.75 Á svipaðan hátt
er klæmst á sjúkdómum í fréttatengdum þáttum: leikin er dramatísk sorg-
artónlist undir myndum í svarthvítu af sjúklingnum og fjölskyldu hans og
síðan spyr spyrillinn með meðaumkun í röddinni: „Er þetta ekki erfitt?“
Vegna þess hversu algeng og auðþekkt formúlan er, gengur skopfærslan í
þættinum upp skýringarlaust og hið sama á við í þættinum „Dauðinn“ þar
sem Frímann er sífellt að ónáða dauðvona sjúkling á milli þess sem hann
ræðir við miðil um handanheiminn.76 Þannig fjallar Sigtið í raun ekki um
yfirlýst umfjöllunarefni sín heldur um það hvernig íslenskir sjónvarps-
menn klæmast á heilsufarsmálum og öðrum viðkvæmum málefnum.77
Meðal umfjöllunarefna Sigtisins eru tvö sem skjóta upp kollinum hvað
eftir annað:
1. Hvernig íslenskt samfélag snýst öðru fremur um meðferð og betrun
og leit að eins konar fullkomun, leit sem lýkur þó aldrei og er því
mikilvægur drifkraftur í kapítalísku samfélagi.
2. Hvernig listamenn eru jaðraðir í samfélagi sem fyrst og fremst hnit-
ast um endalausa neyslu og hvernig hinar skapandi stéttir reyna að
færast nær miðjunni með því að verðleggja sig og selja samkvæmt
kapítalískum viðmiðum.
74 Sigtið i, 7, 11:06–11:08.
75 Þegar Frímann er kominn til þráhyggjusjúklingsins Natans fer hann þannig strax
að hæla honum fyrir „hugrekkið“ (Sigtið i, 2, 3:55–3:58) og stígur síðan eins og
jafnan í alla klisjupolla sem á vegi hans verða.
76 Þessi þáttur er einmitt gott dæmi um það hversu sjálfhverfur Frímann Gunnarsson
er því að umfjöllunin um dauðann er öll sprottin af því að Frímann var næstum
kafnaður á kjötkúlu (frá „Kristjáns kjötkúlum“) (Sigtið i, 4, 0:58–1:30).
77 Í því samhengi er áhugavert að hugleiða titil þáttaraðarinnar sem á greinilega að
vísa til þess að ná skýru sjónmáli á eitthvað („hafa eitthvað í sigtinu“) en í raun
verður Sigtið hálfgert gatasigti sem gagnrýnin sáldrast gegnum.
ÁRMANN JAKOBSSON