Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 174
174
áhuga leysi umhverfisins á Steini Finni Brandssyni sem jafnvel Frímann
sjálfur reynist hafa takmarkaðan áhuga á (en þeim mun meiri á hinum
vinsæla bróður hans Kára Brands). Þar birtist líka hinn demónski danski
listamaður Hans Kristiansen sem er óhræddur við að tjá skoðanir sínar þó
að þær séu jafnan á skjön við íslenskar klisjur; hann hefur að mörgu leyti
svipaða stöðu og danskir gagnrýnendur íslensku útrásarinnar höfðu árið
2006. Hans Kristiansen hefur hina mestu fyrirlitningu á Íslendingum sem
þykist allir vera listamenn eða rithöfundar af „sögueyjunni“ en séu í raun
aðeins „mediocre“.80 Þannig er hann í gamalkunnu og sígildu hlutverki
Dana sem óvinarins í Íslandssögunni.
Vægi hönnunar og stíls í samfélaginu kemur fram í þættinum „Líf
og stíll“ sem snýst í raun um það hvernig snobb verður verslunarvara og
hvernig hinar skapandi greinar tóku virkan þátt í hinni nýríku þensluöld.
Á fyrsta áratug 21. aldar voru allir geirar samfélagsins vöru- og þjónustu-
væddir. Menning og listir urðu eins og hver önnur verslunarvara sem er
undirskipuð efnahagslífinu og iðnaðinum. Í þessu kerfi eru listirnar hluti
af menningariðnaðinum þar sem menningin er hlýðinn þjónn auðvaldsins.
Með þessu dönsuðu sérfræðingar í þessum geira, eins og stílistarnir Finnur
og Sigurjón sem selja hvítan striga fyrir 350 þúsund krónur og 250 þúsund
króna tölvu á þreföldu verði sem „hönnun“. Hlutverk fjölmiðlamanna er
svo að snobba fyrir þessu öllu og hefja til vegs og virðingar og í „Lífi og
stíl“ er Frímann sannarlega í þessu hlutverki, sem gapandi aðdáandi hinna
snjöllu brellumeistara lífsstílsins. Í þeirri samfélagsmynd sem þar er dregin
80 Sigtið i, 1, 17:31–17:58. Þannig upplýsir Hans Kristiansen að þegar Steinn Finnur
var á því skeiði listar sinnar að „vinna með typpið á sér“ hafi hann í raun verið
fullur að veifa typpinu að fólki og ónáða það og kallað það list (Sigtið i, 1, 5:39–
6:18) og þar að auki sé hann svo lélegur listamaður að hann fari í hring og verði
fyndinn (9:51–10:08). Hans Kristiansen talar ensku með sterkum dönskum hreim
en einkennist að öðru leyti af úfnu hári, lélegum tönnum og yfirvaraskeggi sem
gerir hann væntanlega „evrópskari í útliti“ (þar sem yfirvaraskegg hafa löngum
verið heldur vinsælli í Evrópu en í Bandaríkjum og sannarlega á Íslandi seinustu
áratugi). Hann er almennt séð „rödd sannleikans“ í þáttunum og virkar sem and-
stæður póll við hátíðleika og upphafningu Frímanns; til dæmis kemur hann fram í
upphafi þáttarins „Dauðinn“ og flytur sína eigin einföldu kenningu um framhalds-
lífið („you just turn into shit … you just become one brown shit“) (Sigtið i, 4,
0:00–0:11) sem er þvert á hátíðleika Frímanns í þessum þætti. Seinna í sama þætti
birtist hann aftur og segist ekki trúa á Guð, fremur en Danadrottningu („i don’t
like powerful figures“) (Sigtið i, 4, 5:33–5:55). Þó að Hans hafi ekki útlitið með sér
og sé á sinn hátt fullur af dellu er hann mun sterkari og öruggari í sínu hlutverki
en flestir Íslendingarnir sem sjást í þáttunum.
ÁRMANN JAKOBSSON