Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 175
175
upp er fjölmiðlamaðurinn neðstur allra í virðingarstiganum; hann þjónar
menningariðnaðarmanninum sem síðan þjónar auðvaldinu.
Þjónusta skemmtanalífsins við neyslumenninguna sést vel í innreið
„veruleikaþátta“ í íslenska menningu.81 Einn slíkur kemur fyrir í broti úr
þætti Frímanns um „Fordóma“, þátturinn „Alzheimer live“ sem að sögn
Frímanns hefur verið sakaður um fordóma gagnvart alzheimersjúklingum
þar sem skemmtun þáttarins snýst um gleymsku þeirra og glöp.82 Þar
eru sýndar glefsur úr þættinum þar sem alzheimersjúklingar eru sendir
í innkaupaferðir og síðan er hefðbundinn útsláttur að veruleikaþáttasið.
Rætt er við framleiðandann og þáttastjórnandann sem snúa vörn í sókn
og kvarta undan fordómum gagnvart sér.83 Eins og framleiðandinn segir:
„Allir, hver einn og einasti þátttakandi hefur skrifað undir fokkíng samn-
ing … fokkíng samning sko. Og hver skemmtir sér best? Gamla fokkíng
fólkið! Ekki spurning!“84 Framleiðandanum finnst ekkert athugavert við
að hafa breytt elliglöpum í söluvöru. Þegar hann hneykslast á þeim sem
hneykslast á honum stendur barnslegur þáttastjórnandinn skælbrosandi
fyrir aftan enda finnst Sela Magg lífið ganga út á að vera „hress“, nema rétt
þegar hann man að hrista höfuðið af hneykslan yfir fordómum annarra
gegn þættinum. Seinna upplýsir hann brosandi að ekkert sé mikilvæg-
ara en skemmtun í heiminum og bætir skælbrosandi við þessu spakmæli:
„Hláturinn lengir lífið.“85
Það er eitthvað verulega óhugnanlegt við það hvernig hinn barnslegi
og brosmildi þáttastjórnandi Seli Magg hefur skrumskælt visku aldanna
og fer með gamla spakmælið um hláturinn í þjónustu neysluhyggjunnar.
Það eru fleiri slík augnablik í Sigtinu þar sem ádeilan fer að bíta og áhorf-
andinn getur varla hlegið lengur vegna þess að honum rennur kalt vatn
81 Sbr. fyrrnefnda grein mína, „Róbinsonsögur frá 21. öldinni“.
82 Sigtið i, 6, 10:37–14:17.
83 Þessi orðræða er nokkuð dæmigerð fyrir það einkenni fjölmiðlasamfélags fyrsta
áratugar 21. aldarinnar að hefja upp „vogaða“ skemmtiþætti (oftast í útvarpinu) þar
sem ekkert er heilagt en þegar gagnrýni fer vaxandi eru umsjónarmenn dregnir í
virðulegan sjónvarpssal (t.d. í Kastljósið) og látnir ýmist biðjast afsökunar eða verja
sig. Gott dæmi um þetta (raunar nokkru yngra en Sigtið) er þegar útvarpsmaðurinn
„Freysi“ var látinn keyra fullur í sjónvarpi 13. feb. 2007 en síðan mætti hann næsta
dag í Kastljósið til að „verja sig“. Málsvörn framleiðandans og þáttastjórnandans er í
þessu tilviki annars vegar að þeir séu að gera „entertainment“ og hins vegar „standa
vörð um þeirra hagsmuni“ (Sigtið i, 6, 11:24–11:33).
84 Sigtið i, 6, 13:09–13:19.
85 Sigtið i, 6, 14:12–14:14.
ALLUR RAUNVERULEiKi ER FRAMLEiDDUR