Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 177
177
til.88 Í stuttu máli er hann fjölmiðlamaður í þjónustu auðvaldsins, alls ekki
frábrugðinn flestum íslenskum fjölmiðlamönnum nútímans. Þannig sáldr-
ast óhugnanlega mikill sannleikur gegnum Sigtið.
ú T D R Á T T U R
Allur raunveruleiki er framleiddur
Um Sigtið með Frímanni Gunnarssyni
Greinin fjallar um Sigtið, sviðsettan heimildaþátt þar sem fjallað er um ýmis flókin
viðfangsefni í íslensku samfélagi (dauðann, fordóma, listamenn og þráhyggjur). Sér-
staklega er rætt um hvernig hinn sviðsetti heimildaþáttur er ádeila á fréttir, frétta-
tengd efni og framsetningu „raunveruleikans“ í fjölmiðlum. Sigtið er þannig þáttur
sem snýst um heimildamyndarformið en um leið er deilt á íslenskt samfélag eins og
það var árið 2006: neyslusamfélag sem snýst öðru fremur um meðferð og betrun og
þar sem hinar skapandi stéttir eru á jaðrinum en reyna að færa sig nær miðjunni með
því að verðleggja sig og selja samkvæmt kapítalískum viðmiðum.
Lykilorð: Sviðsettir heimildaþættir, ádeila, íslenskt sjónvarpsefni.
A B S T R A C T
All Reality is Produced: On the TV Comedy Series Sigtið
The study concerns Sigtið, a mock-documentary that on the surface deals with
complicated social issues (such as death, prejudices, artists and obsessions). it is
discussed in particular how the mock-documentary satirises news, news-related
material and the representation of ‘reality’ in the media. Sigtið is thus a tv series
which revolves around the form of the documentary but also satirises the iceland of
2006: a consumer society where self-improvement and treatment is at the heart of
society and where the creative classes are on the periphery but try to move closer to
the centre by subordinating themselves to the values of capitalism.
Keywords: Mock-documentary, satire, icelandic television.
88 Þannig má lesa þætti eins og Sigtið í samhengi við hugtakið „menningarlegt for-
ræði“ sem Antonio Gramsci gerði frægt, sjá Prison Notebooks, ritstj. Joseph A.
Buttigieg, New york: Columbia University Press 1992 o.áfr. [1929–1935].
ALLUR RAUNVERULEiKi ER FRAMLEiDDUR