Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 179
179
Orðspor rithöfundarins Emmanuels Carrère hvílir að stórum hluta
á tveimur skáldsögum sem báðar hafa hlotið upphefð sína í kvikmynd-
um; annars vegar Skíðaferðin (La classe de neige) og hins vegar Óvinurinn
(L’adversaire).1 Fyrrnefnda sagan segir frá Nicolas, átta ára dreng sem fer
í skíðaferð með bekknum sínum. Í fyrstu virðist allt með felldu en smám
saman kemur í ljós að á herðum piltsins hvílir þungur baggi. Drengurinn
skynjar eitthvað óljóst innra með sér og lesandinn er smám saman leiddur í
ljósið en fær ekki fulla vitneskju um leyndarmálið fyrr en að lestri loknum.
Leyndarmálið snertir föður drengsins sem Carrère dregur afar fínum og
skýrum dráttum í bók sinni, ekki síst þegar haft er í huga að það er dreng-
urinn sem skýrir frá og hann er tættur milli væntumþykju á föður sínum
og hræðslu við hann.
Í Óvininum segir höfundur frá vel þekktu en dapurlegu lífshlaupi Jean-
Claudes Romand, lygara og morðingja. Bókin byggir á kjaftasögum, sem
áttu sér stoð í veruleikanum og vöktu á sínum tíma gríðarlega athygli í
fjölmiðlum. Allir héldu að aðalpersóna sögunnar starfaði sem læknir á
vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO).
Hann var virtur og mikilsmetinn samfélagsþegn þar til í ljós kom hvaða
mann hann hafði raunverulega að geyma en við þá afhjúpun umbreyttist
líf hans í hrylling.2
Engu er líkara en lesandinn standi frammi fyrir höfundi sem sæki í
1 Emmanuel Carrère, La classe de neige, París: P.O.L,1995; L’adversaire, París: P.O.L,
2000. Íslensk þýðing: Sigurður Pálsson: Óvinurinn, Reykjavík: JPV útgáfa, 2002,
Skíðaferðin, Reykjavík: JPV útgáfa, 2007. La classe de neige, kvikmynd í leikstjórn
Claudes Miller, 1998 og L’adversaire, kvikmynd í leikstjórn Nicole Garcia árið
2002.
2 Til samanburðar, sjá: La moustache, París: P.O.L, 1986, skáldsaga þar sem hetjan
óttast að verða fórnarlamb leynilegs ráðabruggs; og Hors d’atteinte, París: P.O.L,
1988 þar sem kvenhetja stundar fjárhættuspil í laumi.
nathalie tresch
Leyndarmál franska rithöfundarins
Emmanuels Carrère afhjúpuð
Ritið 3/2011, bls. 179–203