Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 180
180
dekkri hliðar mannlífsins, þá demóna sem þar búa og þau skuggalegu
leyndarmál sem þá næra. Sjálfur hefur Carrère velt þessari áráttu fyrir sér
og reynir að varpa ljósi á hana í skáldsögunni Un roman russe (Rússnesk
skáldsaga) sem kom út árið 2007.3 Saga þessi fjallar um mann sem leggur
upp í ferðalag til Rússlands til að gera heimildarmynd; hann skilur eftir
heima konuna sem hann elskar. Frásögnin er hjartnæm, sterk og einstök
og færir lesandanum lykla að verki sem skrifað er á barmi taugaveiklunar,
myrkurs og sjálfsfyrirlitningar. Un roman russe, sem er nær því að vera sjálfs-
ævisaga en skáldskapur, er eins konar viðbót við fyrri verk. Í henni dýpkar
höfundurinn grundvallarspurningar í hugsun sinni, það er að segja, þau
tengsl sem sameina hugmyndirnar um sjálfsmynd og ábyrgð. Hann yfir-
stígur þá þversögn sem krefst þess að þessi tvö hugtök hafi lítil sem engin
eðlileg tengsl. Í raun er hægt að líta svo á að ábyrgð markist af aðgerðum
eða aðgerðaleysi einstaklings, en sjálfsmynd virðist í fljótu bragði mótuð
af hlutlausri aðgerð, sem sé til á undan tiltekinni aðgerð. Sagt er að maður
sé ábyrgur gerða sinna en getur maður verið ábyrgur vegna sjálfsmyndar
sinnar; ekki bara vegna þess sem maður gerir eða gerir ekki, heldur vegna
þess sem maður er? Svar rithöfundarins tengist mjög náið rannsókn hans
á leyndarmálinu, minningum og minninu, sem er í senn það sem hindrar
manninn og hrindir honum inn í framtíðina.
Þessi minning, þessi fortíð tilheyrir ekki aðeins söguhetjunum, heldur
einnig höfundi sem líkir sér alloft við sögupersónurnar. Söguhetjan í heim-
ildarmyndinni í Un roman russe er nánast öllum gleymdur, fangi í Síberíu
fyrir það eitt að hafa stigið af lestinni á rangri stöð og situr nú í fangelsi,
leiksoppur hrottafenginna fangelsisvarða. Um þessar kringumstæður hans
hefur Carrère þetta að segja:
Á vissan hátt er ég þarna sjálfur. Ég hef verið þarna alla mína tíð. Til þess
að öðlast skilning á sjálfum mér hef ég ætíð leitað á náðir slíkra frásagna.
Í æsku sagði ég sjálfum mér þessar sögur, síðan sagði ég öðrum þær. Ég las
þær í bókum og skrifaði svo bækur. Lengi vel veitti þetta mér unað. Ég lék
mér að því að þjást eins og ég einn væri fær um það og gerði úr sjálfum
mér rithöfund. Nú er mælirinn fullur. Ég þoli ekki lengur að vera fangi
á leiksviði botnlausrar depurðar, hver svo sem hugsunin var í upphafi, að
vera svo allt í einu á kafi í því að flétta sögu um brjálæði, frost og innilok
un, að leggja gildruna sem hlaut að gera út af við mig.4
3 Emmanuel Carrère, Un roman russe, París: P.O.L, 2007.
4 Sama rit, bls. 15–16.
NATHALiE TRESCH