Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 184
184
Hvergi virðist getið um föðurinn, með sína vafasömu fortíð, og Hélène
gaf reyndar upp á bátinn stjórnmálaferil til þess að komast hjá því að draga
athygli að uppruna sínum.11
Ofan á leyndarmálið bætast önnur, heldur skuggalegri og persónulegri
og sem snerta persónuleika forföðurins, mistök hans og vangetu til að
samlagast samfélaginu. Hann var „flóttalegur í fasi, með dökkan, harð-
neskjulegan svip manns sem lífið hefur leikið grátt. Þetta fas og þessi svipur
er, án undantekningar, á öllum ljósmyndunum, þessum ljósmyndum sem
ég sýndi Hélène og auðvitað höfðu myndirnar slegið hana, stungið hana
á hol; það er ekki hægt að líta á myndirnar án þess að fá hroll.“12 „Það er
í honum eitthvað sjúkt, rotið, það sem hann kallaði „heilsubrestinn sinn“
eða oftar, „köngulóna mína í loftinu“.“13 Svipur þessa manns og þess sem
hann dylur gerir manni enn erfiðara um vik að hugsa um hina horfnu, sem
rithöfundurinn samsamar sig. Hann hefur eftirfarandi eftir móður sinni:
„Því eldri sem ég verð, því meir líkist ég honum, segir hún. Það er alveg
satt. Andlit mitt er hrukkótt eins og andlit hans og ég óttast að örlög mín
verði þau sömu og hans.“14 Rithöfundurinn birtist okkur eins og hlekkur
í keðju sem þögnin og tregðan til að muna hafa veikt. Minningunum er
einmitt ætlað að styrkja einstaklinginn, veita honum þor til að gera tilkall
til framtíðarinnar, hversu flókin sem hún kann að virðast:
Vegna þess að það að lifa er að skynja sig í framrás, á fullri ferð inn
í framtíðina, sem reynist svo þétt og óhagganleg að hún hrindir
okkur aftur á bak inn í fortíð, heftir okkur, sökkvir í okkur klóm og
fer með okkur, með fortíðina, frá fortíðinni í áttina að framtíðinni
til að búa hana til. Fortíðin er okkar eina vopn sem gerir okkur kleift
að móta framtíð okkar.15
Hinn sanni tilgangur minninganna er þegar allt kemur til alls að færa
manninum nauðsynleg viðmið til að sjá framtíðina fyrir án þess að óttast
hana um of. En til þess að þetta geti átt sér stað verða menn að horfast í
augu við framtíðina.
11 Emmanuel Carrère, Un roman russe, bls. 115.
12 Sama rit, bls. 349.
13 Sama rit, bls. 83.
14 Sama rit, bls. 115.
15 Sjá José Ortega y Gasset, „Le passé et l’avenir pour l’homme actuel“, La connais
sance de l’homme au XXe siècle, Rencontres internationales de Genève 1951, Neu-
châtel: Éditions de la Baconnière, 1952, bls. 36.
NATHALiE TRESCH