Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 185
185
Áhrif leyndarmálsins á sjálfsmyndina
Orðið leyndarmál er þýðing á gríska orðinu secretum, það er að segja, hugs-
un eða gjörð sem ekki má segja frá. Orðið secretus merkir einnig að skilja
að, setja til hliðar, hafna. Það vekur athygli að þessi almenna skilgreining
nær yfir viðtakandann – þann sem veit – og þann sem er fórnarlambið, sem
ekki fær að vita, en er sjálfur skilinn útundan, settur hjá, hafnað. Ekki nóg
með það, fjölmargar af sögupersónum Carrères baða sig í andrúmslofti
leyndarmáls eða lyga en það á yfirleitt og framar öllu við um rithöfundinn
sjálfan.
Nietzsche, sem reyndar lofaði lygina og leit á hana sem æfingu í frels-
istjáningu, viðurkenndi að „maðurinn leggur áherslu á sannleikann og
styðst við hann í siðferðilegum samskiptum; á þessu hvílir sameiginlegt líf
mannanna. Maður gerir ráð fyrir eitruðum stefjum gagnkvæmra lyga. Upp
úr þessu verður til dyggð sannleikans. Maður leyfir hinum epíska sögumanni
að nota lygina vegna þess að þar þarf ekki að óttast eituráhrif.“16 Til þess
að skilja hvað felst í „eitruðum áhrifum“ sem heimspekingurinn talar um,
þann mekanisma, það vélgengi sem fer í gang, er iðulega vænlegast að snúa
sér til sálarfræði eða sálgreiningar. Svo virðist sem leyndarmál séu ekki í
sjálfu sér eitruð og að mikilvægt sé að vera fær um að varðveita leyndarmál
en það ber vitni um heilbrigða aðgreiningu milli einkarýmis og opinbers
rýmis. Þrátt fyrir það snúa hlutirnir aðeins öðruvísi við þegar um fjöl-
skylduleyndarmál er að ræða. Þannig staðhæfir hinn þekkti sálfræðingur
og sálgreinandi, Serge Tisseron, að leyndarmál hætti að vera uppbyggileg
þegar þau verði eyðileggjandi, „frá því að við hættum að líta á okkur sjálf
sem gæslumenn leyndarmálsins og förum að líta á okkur sem fórnarlömb
leyndarmáls sem við þurfum tilneydd að gæta. Leyndarmálið beinist ekki
gegn sannleikanum heldur samskiptum.“17 Þetta virðist einmitt eiga við
um Emmanuel Carrère sem hefur alltaf fundist hann bugaður af leynd-
armáli sem honum fannst hann ekki getað afhjúpað, vegna þess að leynd-
armálið var ekki hans heldur móður hans. Leyndarmál sem hann fengi dag
einn í arf, eitrað erfðagóss.
Það er eftirtektarvert í Un roman russe að leyndarmálið ber með sér
nokkur einkenni. Það lítur út eins og sameiginleg þekking sem maður þó
16 Friedrich Nietzsche, Le livre du Philosophe, París: Aubier-Flammarion, 1969 [1872],
bls. 87.
17 Serge Tisseron, „Les secrets de famille ne s’opposent pas à la vérité, ils s’opposent
à la communication“, viðtal birt í tímaritinu L’Impatient, júlí-ágúst, 2001.
LEyNDARMÁL EMMANUELS CARRèRE AFHJúPUÐ