Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 186
186
deilir ekki með öðrum fjölskyldumeðlimum nema þá örfáum útvöldum úr
þeirra hópi. Þannig talar Emmanuel aldrei eða mjög sjaldan um afa sinn
við móður sína en spjallar í löngu máli um hann við móðurbróður sinn,
Nicolas. Að auki mætti segja að leyndarmálið endi alltaf á því að kvisast út,
með einum eða öðrum hætti. Hvað sem því líður veit enginn nákvæmilega
hver veit hvað. Leyndarmálið kemur af stað furðulegri aburðarás í innsta
kjarna hópsins og veldur þungum deilum meðal einstaklinga innan fjöl-
skyldunnar, og þær enduróma í gegnum heilu kynslóðirnar. Höfundurinn
nefnir oft hversu erfitt hann á með að ná sambandi við móður sína.18
Leyndarmál er eflaust að finna í öllum fjölskyldum, sum sjúkleg, önnur lít-
ilvæg, en aðeins þau sem eru skammarleg hafa raunverulega í för með sér
afleiðingar. Maður þegir yfir því sem maður skammast sín fyrir og maður
hefur á tilfinningunni að jákvæð leyndarmál hafi ekki í för með sér sjúkleg
áhrif eða afleiðingar. Það er samt ekki blygðun sem étur rithöfundinn að
innan, vegna þess að hann fjallar um líf afa síns, heldur frekar bannið við
því að ræða það opinberlega. Fjölskyldumeðlimir eru einmitt opinberar
persónur og það er engu líkara en virðuleiki þeirra bíði alvarlegan hnekki
af því. Í raun hvílir alvarleikinn í senn á mikilvægi leyndardómsins og
ítarlegum tilraunum til að halda honum leyndum. Þegar fjölskyldan, eða
einhver úr henni, beitir þöggun á ákveðinn atburð verða tjáskipti end-
anlega ómöguleg og maður skynjar greinilega að hefði Hélène Carrère
d’Encausse sjálf sagt æskusögu sína hefði líf fjölskyldunnar allrar verið á
allt annan veg.
Í tilveru höfundarins hefur grafið um sig og tekið sér bólfestu árátta
lyginnar en hún veldur honum miklu hugarangri:
Ég þoli ekki að vera sú manngerð sem ekki treystir neinum, er
grimm, fær angistarköst og finnur fyrir stjórnlausu hatri þegar þú
fjarlægist mig eitt andartak. Ég þoli ekki að vera eins og skælandi
krakki sem bíður eftir huggun, sem þykist hata til þess að vera elsk-
aður og yfirgefa til þess að vera ekki yfirgefinn. Þetta þoli ég ekki.19
Hugmyndin um lygina, sem gegnsýrir hann, mengar öll andartök tilver-
unnar, meira að segja þau augnablik sem hann vildi að væru einlæg og
hamingjurík. Þegar hann fer með Sophie vinkonu sinni úr Un roman russe,
18 Emmanuel Carrère, Un roman russe, bls. 356. Höfundurinn hugsar til móður sinnar
og rifjar upp „öll þau löngu ár sem við töluðumst ekki við“.
19 Sama rit, bls. 295.
NATHALiE TRESCH