Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 188
188
eftir að hann hafði sannfært sjálfan sig um að þessi minning væri alröng,
„hélt hún áfram að vera ljóslifandi. Minningin kallaði á eitthvað raunveru-
legt og hann hefur ekki getað losað sig undan sektarkennd sem hefur fylgt
honum alla ævi. „Ég myrti kannski ekki Nönu [segir hann] en hvern hef ég
þá drepið? Hvaða glæp hef ég drýgt?”24
önnur óbein afleiðing leyndarmálsins virðist felast í þeim vanmætti
sem grípur Carrère þegar hann reynir að læra rússnesku, rétt eins og öll
tvíræðni sjálfsmyndar hans kristallist í þessu tungumáli. „Þetta snýst áreið-
anlega um stíflu, um eitthvað eða einhvern í honum sem meinar honum að
nálgast tungumál móðurinnar.“25 Þetta er einkar áhugaverð hlið á þeirri
truflun sem leyndarmálið kallar fram – hún beinir ljósinu að þeirri hug-
mynd að „tungumálið er meira en bara líkamleg gjörð sem hægt er að
skoða, lýsa og skrá“. Tungumálið samanstendur ekki eingöngu af reglum
og orðaforða sem nægir að læra utan að; „það snýst einnig um huglæg-
ar formgerðir, tjáskipti táknmiða, […] það gerir innri upplifun hugveru
aðgengilega fyrir hinn með skýrri dæmigerðri segð.“26 Við gætum ef til
vill dregið þá ályktun að vangeta höfundarins til að læra móðurmálið sé til-
komin vegna þess að hann kunni einfaldlega ekki að tala við móður sína?
Þessi tilfinning, um að hafa óskýra sjálfsmynd, færir Carrère nær afa
sínum. Hann hefur yfirfært hana á skáldsögurnar en það hefur þó ekki
dugað til að lækna hann af henni.
Leyndarmálið og bókmenntirnar
Fjölskylduleyndarmálið er nauðsynlegt þema í bókmenntaverki sem mark-
að er óróleika, angist og brjálsemi; fígúra draugsins sem er hvorki til staðar
né fjarverandi, hvorki lifandi né alveg dauð, er miðlæg, í bókunum sem og
í lífi höfundarins:
Eftirlifendur lúta alltaf, og í sífellt auknum mæli, stjórn hinna
dauðu: Slík eru grundvallarlög mannlegrar tilveru. […] Hjá öllum
þjónum Mennskunnar þarf að greina tvö tilverustig, eitt á undan
öðru; það fyrra, tímabundið en beint, er lífið sjálft; hitt, óbeint en
varanlegt hefst ekki fyrr en eftir dauðann. Það fyrra, sem er ávallt
líkamlegt, mætti skilgreina sem markmiðið; sérstaklega í samanburði
24 Emmanuel Carrère, Un roman russe, bls. 135.
25 Sama rit, bls. 197.
26 Emile Benveniste, Problèmes de linguistique générale, París: Gallimard, 1966, bls.
27.
NATHALiE TRESCH