Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 189
189
við hið síðarnefnda, sem leyfir engum að lifa af nema í hjarta og sál
annarra, og verðskuldar nafngiftina hið huglæga.27
Afturgöngurnar sem lifa þessa huglægu tilveru, sem August Comte tekur
til umræðu, hafa ósjaldan kitlað höfunda og fræðimenn, sérstaklega á
sviði sálgreiningar. Þannig hafa höfundarnir Nicolas Abraham og Maria
Torok í riti sínu L’écorce et le noyau (Börkurinn og kjarninn),28 sýnt sér-
stakan áhuga á samskiptum/tjáskiptum þvert á kynslóðir [fr. communication
transgénérationnelle]. Einkum leggja þau áherslu á áföll sem fyrri kynslóðir
hafa orðið fyrir, hvernig þau geti truflað líf eftirkomenda jafnvel þótt þau
viti ekki ástæðuna eða kannski einkum vegna þess. Það er satt að rithöf-
undurinn hefur alltaf spurt sig af hverju móðir hans hafi svo eindregið
forðast að ræða um föður hans. Það sem þessir höfundar nefna drauga
er nærvera hins horfna ættingja í hinu lifandi sjálfi, draugur sem leggur
sig fram um að vernda leyndarmál sitt. Segja má að draugurinn sé lyg-
ari sem afvegaleiðir hinn ásótta til að varðveita leyndarmálið. Í dæminu
okkar bítur maður í sig þá hugmynd að afinn hafi þrátt fyrir allt, þótt
hann hafi lagt Þjóðverjum lið, að minnsta kosti ekki verið gyðingahat-
ari eða antí-semítisti29 og að hann hafi verið framseldur vegna þess að
hann neitaði að ljóstra upp um þá sem eru saklausir.30 Draugarnir eru
ekki andar framliðinna „heldur tóm innra með okkur sem myndast hefur
vegna leyndarmála hinna“.31 Hugmyndir Abrahams og Torok hafa orðið
til að endurlífga meðferðarúrræði við lækningu tiltekinna fjölskylduleynd-
armála. Aðrir fræðimenn hafa skrifað um vanda leyndarinnar og hjá þeim
er ímynd draugsins eða afturgöngunnar einnig talin mikilvægust. Í riti
sínu Spectres de Marx (Vofur Marx), staðfestir heimspekingurinn Jacques
Derrida að afturgangan/vofan
sé eitthvað sem maður veit einmitt ekki, og maður veit ekki ná-
kvæmlega hvort þetta er, hvort það sé til, hvort það svari ákveðnu
nafni og samræmist einhverjum kjarna. Maður veit það ekki: ekki
vegna fávisku, heldur vegna þess að þessi ekki-hlutur, þessi nálæga
ekki-nálægð, þessi vera einhvers fjarverandi, eða horfins, leiðir vit-
27 Auguste Comte, Catéchisme positiviste, París: Garnier-Flammarion, 1966 [1852],
bls. 78–80.
28 Nicolas Abraham, Maria Torok, L’écorce et le noyau, París: Flammarion, 1987.
29 Emmanuel Carrère, Un roman russe, bls. 88.
30 Sama rit, bls. 118.
31 Nicolas Abraham og Maria Torok, L’écorce et le noyau, bls. 427.
LEyNDARMÁL EMMANUELS CARRèRE AFHJúPUÐ