Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Qupperneq 190
190
neskjuna ekki í ljós. Í það minnsta meira en það sem maður heldur
sig vita í nafni viskunnar. Maður veit ekki hvort það lifandi eða
dautt.32
Derrida leggur að okkur að tala við drauginn og hlusta á hann, þrátt fyrir
þá þögn sem við höfum fengið í arf frá vitrænum hefðum okkar og vegna
þess að það gerir okkur kleift að efast um þessar sömu hefðir. En hann
sér fyrir sér vandann í verkinu: „Samskipti við drauginn eru næstum því
ómöguleg, að tala um drauginn, við drauginn, við hann og sérstaklega að
láta eða leyfa andanum að taka til máls.“33 Tilraunir Emmanuels Carrère
sýna þetta greinilega. Í flestum bóka sinna hefur hann reynt að króa af
og skilgreina afturgönguna, talað með umsnúnu orðfæri um afann, sem
hefur alla tíð ásótt hann; hann hefur séð sjálfan sig í persónum sem þjást,
vegna sjálfsmyndarbrests sem ógnað er af leyndarmáli, leyndum galla. Það
er fyrst í Un roman russe sem draugurinn kemur loks í ljós. Það er ljóst
að samræður við drauga hafa ekki þann tilgang að ljóstra upp um leynd-
armál, hvort sem því fylgir skömm eða ekki – höfundurinn þekkti fortíð
afa síns en það talaði einfaldlega enginn um hana – nei, að tala við draug
opnar dyr að reynslu leyndarmálsins, eins og hún er, það er að segja þeirri
dulúð sem við höfum byggt vissu okkar á. Í augum Abrahams og Torok, á
og verður að afhjúpa leyndarmál draugsins til að öðlast þó ekki væri nema
„örlítinn sigur Ástarinnar á Dauðanum“.34 Í augum Derridas, hins vegar,
er leyndarmál draugsins skilvirk opnun, frekar en leyndarmál sem verður
að afhjúpa. Það er þessi opnun sem maður sér að verki í skáldskap Carrères
þar sem flest skáldverk hans er hægt að greina í samræðum við drauginn,
það er draugurinn sem skrif hans nærast á, það er í honum sem höfund-
urinn leitar eftir merkingu verka sinna og eigin lífs.
Maður gæti annars spurt sig hvort dæmið um Emmanuel Carrère sé
sérstakt vegna fjölskyldusögunnar, eða hvort allar bókmenntir séu ávöxtur
leyndarmáls, hvort að baki hvers verks leynist draugur. Fræðimenn eru
ekki á eitt sáttir að þessu leyti. Esther Rashkin heldur því fram í bók sinni
Family Secrets and the Psychoanalysis of Narrative að það geymi ekki allir
textar drauga.35 Jodey Castricano staðhæfir í riti sínu Cryptomimesis: The
32 Jacques Derrida, Spectres de Marx, París: Galilée, 1993, bls. 25–26.
33 Sama rit, bls. 32.
34 Nicolas Abraham og Maria Torok, L’écorce et le noyau, bls. 452.
35 Esther Rashkin, Family Secrets and the Psychoanalysis of Narrative, Princeton: Prince-
ton University Press, 1992, bls. 12.
NATHALiE TRESCH