Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 191
191
Gothic and Jacques Derrida, Ghost Writing, að hvað hann sjálfan varði eigi
hver texti, meira að segja bókmenntagreining, sér sína drauga; ennfremur
að það eigi ekki að gera greinarmun milli texta sem virðist fela í sér leynd-
armál – eins og Un roman russe – og þeirra sem virðast ekki gera það.36 Í
raun séu allar gerðir frásagnar draugalegar, að vissu marki, en sumar óneit-
anlega meira en aðrar. Sú gjörð að segja sögu kallar alltaf fram drauga; að
segja frá er að opna rými sem eitthvað ókunnugt getur sloppið inn í: allar
sögur eru þar með að meira eða minna leyti sögur um drauga.37
Það er engu að síðu við hæfi að rifja upp hinn grundvallandi mismun
milli þessara tveggja póla: annars vegar Abrahams og Torok og hins vegar
Derridas. Fyrir þá fyrrnefndu eru leyndarmálin sem draugarnir geyma
ósegjanleg af því að þau eru skammarleg. Ástæðan er ekki sú að þau er
ekki hægt að segja, þvert á móti, þau er hægt að segja og á að setja í orð
til þess að draugurinn hætti að hafa slæm áhrif á lifandi persónur. Í augum
Derridas ætti draugurinn ekki að láta leyndarmál sín uppi, og í rauninni
eru leyndarmálin alls ekki leyndarmál. Það er ekki þagað yfir tungumál-
inu vegna þess að það er forboðið (e. taboo) heldur vegna þess að því er, á
ákveðnu augnabliki, ekki hægt að koma í orð á tungumálinu eins og við
notum það. Við höfum ekki fundið orðin sem duga. Í þeim skilningi hafn-
ar draugurinn mörkum tungumáls og hugsunar.
Það er sérstaklega heillandi að skoða hvernig slíkir hugsunaröxlar
koma saman í verkum Emmanuels Carrère. Í raun getur maður litið á
leyndarmálið sem þann drifkraft sem fæðir af sér skáldsögur eins og La
moustache (yfirvaraskeggið), Skíðaferðina (La classe de neige), eða Óvininn
(L’adversaire) en allar eru þær ásóttar af spurningunni um samsemd-
ina; þá miðlægu spurningu sem tengist spurningunni um leyndarmálið;
tengsl þeirra eru orsakatengsl. Þó verður að árétta að höfundurinn hefur
í öngum sínum fyrir satt að drifkrafturinn sem fær hann til að skrifa komi
úr uppsprettu þjáningar: „Ég er fullorðinn, ég er fjörutíu og þriggja ára
og þrátt fyrir það lifi ég enn eins og í legi móður minnar. Ég hnipra mig
saman, finn mér skjól í syfjunni, flatmagandi, í hitanum, hreyfingarleysinu.
Hamingjusamur og skelfingu lostinn. Þannig er líf mitt. Og allt í einu þoli
ég þetta ekki lengur“.38
36 Jodey Castricano, Cryptomimesis: The Gothic and Jacques Derrida, Ghost Writing,
Montréal: McGill-Queen’s University Press, 2001, bls. 142.
37 Í sama skilningi sjá Julian Wolfrey, í Victorian Hauntings: Spectrality, Gothic, The
Uncanny and Literature, Basingstoke: Palgrave, 2002, bls. 1–3.
38 Emmanuel Carrère, Un roman russe, bls. 96.
LEyNDARMÁL EMMANUELS CARRèRE AFHJúPUÐ