Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 192
192
Afhjúpun leyndarmálsins á sér stað í Un roman russe, þar sem höfund-
urinn horfist í augu við draug afa síns og leyndarmálið missir afl sitt. Að
því er virðist getur lesandinn ekki annað en glaðst yfir því að höfundurinn
skrifaði þessa skáldsögu ekki á undan hinum, sem hefðu þá kannski aldrei
séð dagsins ljós.
Sjálfsmyndin og álit annarra
Að því marki sem enginn lifir í algerri einangrun tekur álitið, sem hinir
beita tiltekna manneskju, eða þá að viðkomandi ímyndi sér að þeir geri,
á sig grundvallandi mikilvægi. Sumir heimspekingar, svo sem Sartre, hafa
sýnt fram á að hvaða marki það „að vera í áliti hins er að taka sjálfan sig
sem óþekktan hlut með óskiljanlegt mat, sérstaklega gildismat“.39 Hjá
Sartre er álit hins upplifað sem ógn við frelsið. Þótt hann hvetji okkur til
að komast yfir þennan ótta, fullyrðir hann að ef samband okkar við hina
spillist, þá förum við að líta á okkur sjálf og dæma okkur sjálf, eins og við
höldum að hinir sjái okkur og dæmi, og það geri okkur óhamingjusöm.
Sumir reyna að sýnast öðruvísi en þeir eru í rauninni, aðrir hafa þörf fyrir
álit annarra til þess að vera til, enn aðrir gera allt til að komast undan því
sem þeir telja eins konar fangelsi, og öðrum finnst innstu sjálfsmynd sinni
ógnað af álitinu.
Í Un roman russe virðist Emmanuel Carrère, sem aðalpersóna í mjög
innilega sjálfsævisögulegri bók, undirgefinn áliti annarra. Hann er afar ást-
fanginn af vinkonu sinni, Sophie, en samt er engu líkara en að hann geri
allt til að eyðileggja samband þeirra. Í einlægum kafla, þar sem hann hræð-
ist ekki að sýna sjálfan sig í sérlega óviðkunnanlegu ljósi, gengst hann við
því að hve miklu leyti sýn annarra á vinkonu hans er honum nauðsynleg.
Hann áfellist hana fyrir að vera ekki jafn fáguð, menntuð og þeir sem hann
umgengst venjulega. Hann skammast sín fyrir sjálfsmynd hennar. Hann
býr ekki yfir „kæruleysi frelsisins“ sem Gusdorf ræðir í riti sínu Traité de
l’existence morale (Tilraun um siðræna tilveru), en Gusdorf sýnir hversu
mikil áhrif umhverfið hefur á það hvernig maður lítur á heiminn.40
Sumum tekst þó að ná tökum á hluta frelsisins og losa um innbyggða
fordóma sína. Þetta á ekki við um Emmanuel Carrère sem viðurkennir
fúslega óréttláta hegðun sína og bendir á tilraunir ungu konunnar til þess
39 Jean-Paul Sartre, L’Etre et le Néant, París: Gallimard, 1943, bls. 321–326.
40 Georges Gusdorf, Traité de l’existence morale, París: Armand Colin, 1949, bls. 108.
NATHALiE TRESCH