Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 196
196
hinn aumkunarverða Georgíubúa, föður sinn, er hún þá að segja ósatt,
þótt ekki sé nema með því að láta sumt ósagt? Eða er hún einfaldlega að tjá
sinn eigin sannleika. En í augum Emmanuels er afinn sannarlega sekur fyrir
samstarf við Þjóðverja og hugsanlega var hann í andlegu ójafnvægi; það er
hans sannleikur. Hann lítur ekki út fyrir að vera kominn af rússneskum
prinsum og hún virðist ekki vera afkomandi georgísks ólánsmanns, tauga-
veiklaðs svikara, en samt eru þessir hlutlægu þættir staðreyndir. Stundum
verður ójafnvægi milli þess sem við segjum og þeirra persónulegu hughrifa
sem við viljum tjá: tungumálið lýsir þá almennum kringumstæðum sem
örðugt er að greina, vegna þess hversu lítið við þekkjum okkur sjálf í raun.
Í þessu dæmi mætti spyrja hvort vanmáttur tungumálsins geti talist sam-
heiti yfir lygi:
Skiptir tjáningarmiðillinn máli? Ber okkur að leggjast undir þá kvöl
sem felst í því að velja þann sem næstur stendur sannleikanum án
þess þó að ná honum alveg, vegna þess að enginn þeirra er fullkom-
inn fyrir neina manneskju því að sannleikurinn skreppur frá okkur
þótt við framleiðum hann án afláts.48
Til að nálgast algeran sannleika verður að safna saman sannleikum, eða
sannleiksbrotum sem finnast á víð og dreif; að því er virðist er ekki hægt að
halda því fram að einhver segi ósatt. Rithöfundurinn segir til dæmis frá því
að móðir hans hafi haldið því fram að hún hafi ekki munað hitt og þetta
varðandi föður sinn, minningarstol sem hann virðist efast um án þess að
velta því fyrir sér að kannski geti hún ekki munað, svo skilvirk sé bælingin
sem hún hafi komið sér upp:
Bælingin er ekki einföld aðgerð. Við gleymum einhverju og við
gleymum að við höfum gleymt. Í framhaldi af því er eins og við
höfum engu gleymt. […] Bælingin er ekki aðeins útilokun utan
minningar heldur einnig útilokun minningarinnar á hluta reynsl-
unnar, á sama tíma og eyðilegging vitundargjörðarinnar á sér stað.
Það er því um að ræða að minnsta kosti þrjár aðgerðir.49
Við stöndum í þakkarskuld við Freud fyrir hugmynd hans um gleymsku
þar sem um er að ræða virkni sem ræðst af undirvitund. Hann heldur því
48 Brice Parain, Recherches sur la nature et les fonctions du langage, París: Gallimard,
1942, bls. 223.
49 Ronald D. Laing, La politique de la famille, París: Stock, 1979, bls. 122–123.
NATHALiE TRESCH