Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 198
198
Sigur hans felst einnig í því að hafa sett í orð „eitthvað sem líta má á sem
legstein afa míns, og þegar ég næ aldrinum þegar hann týndi lífi sínu mun
ég losna við vofu hans, og get loksins lifað“.55
Hugsanlega mætti fullyrða að móðir rithöfundarins sé sek en ekki að
öllu leyti ábyrg fyrir því að hafa ekki verið fær um að forða fjölskyldu
sinni frá þjáningunni, vegna þess að orðin hefðu verið áhrifaríkari. Svarið
má finna við lesturinn á skáldsögunni að því leyti að þegar leyndarmálið
er loksins afhjúpað, virðist Emmanuel frjáls og fær um að byggja nýtt,
stöðugt líf og horfa fram á við frekar en aftur, eins og þegar hann kvæn-
ist á táknrænan hátt konu sem heitir Hélène! Og sama gildir um fæðingu
dóttur hans.56
Enn á ný verður að benda á að mistökin sem framin voru í fortíðinni
eru mun minna eitruð heldur en leyndarmálið sem geymt er í nútíðinni.
Þar sem málið snýst þegar allt kemur til alls um sekt og ábyrgð Emmanuels
Carrère, þurfum við að skilgreina tvær hliðar. Sú fyrrnefnda lýtur að rit-
höfundinum, sú síðarnefnda að persónu Emmanuels í Un roman russe.
Sá rithöfundur sem ákveður að afhjúpa fjölskylduleyndarmál, gæti efast
um lögmæti slíkrar gjörðar þar sem hann setur í orð leyndarmál sem er
ekki alfarið hans leyndarmál, heldur móður hans.57
Unga fátæka stúlkan, með nafnið sem ómögulegt var að bera fram
verður undir nafni eiginmannsins – Hélène Carrère d’Encausse –
háskólaborgari, síðar höfundur metsölubóka um Rússland undir
kommúnistum, eftir kommúnista og keisaraveldið, þegar það var
og hét. Hún var kosin inn í frönsku akademíuna og í dag er hún
þar æviráðin ritari. Þessi makalausa innlimun í samfélag sem faðir
hennar hafði búið í og horfið úr ósnertanlegur er byggt á þögn, ef
ekki lygi og afneitun. Þessi þögn, þessi afneitun er henni bókstaflega
lífsnauðsynleg. Að rjúfa þögnina jafngildir að drepa hana sjálfa, um
það er hún að minnsta kosti sannfærð.58
Ef þögnin er að þessu leyti grundvallaratriði fyrir móður rithöfundarins
má spyrja hvort hann hafi ekki gengist við samtímalegri gegnsæiskröfu
sem J.-M. Geng kallar „alræði hins samfélagslega, sem krefst þess að allt sé
55 Sama rit, bls. 308.
56 Sama rit, bls. 346.
57 Sama rit, bls. 62.
58 Emmanuel Carrère, Un roman russe, bls. 62.
NATHALiE TRESCH