Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 201
201
Ég lýg að henni, og sjálfum mér, fyrst og fremst vegna þess að innst
inni trúi ég ekki á frelsið. Mér finnst ég jafn skilyrtur af sálrænni
vanlíðan og hún af félagslegri vanlíðan. Þótt maður láti stundum
segja sér að þessi óhamingja sé algerlega ímynduð, hvílir hún jafn-
þungt á manni. Ég gríp einnig til lyga þegar ég segi henni að hún sé
ein um þessa skömm. Vitaskuld ekki.65
Ef til vill er staða Sophie ekki ólík stöðu afans sem var afar vel gefinn en
var samt
einskisverður í frönsku samfélagi. Enginn. Hann var bókstaflega
ekki til. Notaður lestarmiði í metró, hráki á gólfi, pappírsrifrildi.
Hann tilheyrir þeirri móleitu mergð sem maður sér í neðanjarð-
arlestunum þar sem fátækir renna til og frá, gráir, með slokknuð
augu, axlirnar hoknar undan þunga lífs sem þeir hafa ekki valið sér,
fólk sem veit að það er einskis virði, kanónufóður hversdagsleikans,
aumkunarverðar mannskepnur bundnar í þrældóm … [og rithöf-
undurinn segir þessi hræðilegu orð:] Það sorglegasta er að þrátt
fyrir allt þá getur þetta fólk af sér börn.66
Sjálfur vill hann ekki eiga barn með Sophie; gefur það ekki til kynna þá
staðreynd að hann setur ungu konuna í flokk með þeim sem hann vill
meina um þau mannréttindi að eignast börn?
Niðurlag
Okkur er fullkunnugt um að líkamlegur sársauki getur heltekið mann allan;
en í stað þess að fullyrða að hann taki yfir vitundina alla er nær að segja að
hann lami hana og fresti framgangi hennar. Upprunaleg einkenni siðræns
sársauka eru þau að hann sogar til sín allan mátt sálarlífsins; hann þröngvar
okkur til að beita ýtrustu kröftum og veitir þeim jafnvel óvænta getu.67
Sálarsársaukinn er drifkraftur bókmenntaverks sem fjallar um þá hug-
mynd að sjálfsmyndin – það sem maðurinn er – sé með óafturkræfum
hætti bundin sekt og ábyrgð. Bókmenntaverkið vex og dafnar á vígvelli
65 Sama rit, bls. 71.
66 Sama rit, bls. 90.
67 Louis Lavelle, Le Mal et la Souffrance, París: Plon, 1941, bls. 86.
LEyNDARMÁL EMMANUELS CARRèRE AFHJúPUÐ