Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 205
205
Stefán Snævarr
Aðferð og afsönnun1
Popper og vísindin
Nýlega gaf Háskólaútgáfan út bókina Ský og klukkur, greinasafn með þýð-
ingum Gunnars Ragnarssonar á nokkrum greinum eftir bresk-austur-
ríska heimspekinginn Karl Popper. Hún hefst á inngangi Hugins Freys
Þorsteinssonar, þá fylgja tvær greinar þýddar úr greinasafni Poppers,
Conjectures and Refutations. Þriðja greinin, samnefnd bókinni, er ættuð úr
greinasafninu Objective Knowledge. Tvær síðustu greinarnar hafði ég ekki
lesið áður en báðar fjalla um Kant og upplýsingarstefnuna. Bókinni lýkur
svo á viðtali Bryans Magee við Popper.
Sitthvað um Popper
Fagna ber þessari útgáfu, ekki síst vegna þess að helst til hljótt hefur verið
um Popper á Íslandi síðustu tuttugu árin eða svo. Meira að segja íslenskir
frjálshyggjumenn eru hættir að lofsyngja hann enda hafa þeir líklega upp-
götvað að hann var fremur frjálslyndissinni en frjálshyggjumaður.2
Reyndar er Popper látinn kalla sig „frjálshyggjumann“ og lofa „frjáls-
hyggju“ í íslensku þýðingunni.3 En þetta er misþýðing, hann kallar sig
„liberal“ og talar um „liberalism“ í frumútgáfunni.4 Sá sem kallar sig
1 Sveinbirni Þórðarsyni og Hugin Frey Þorsteinssyni er þakkaður yfirlestur og gagn-
legar ábendingar.
2 Nefna má að bók frjálshyggjumannsins Ólafs Björnssonar, Frjálshyggja og alræðis
hyggja er að nokkru leyti afskrift af skrifum Poppers um vonsku þeirra Platons og
Hegels. Ólafur Björnsson, Frjálshyggja og alræðishyggja, Reykjavík: AB, 1978.
3 Karl Popper, „Um uppsprettur þekkingar og vanþekkingar“, Ský og klukkur og
fleiri ritgerðir, þýðandi Gunnar Ragnarsson, Reykjavík: Heimspekistofnun Háskóla
Íslands, 2009, bls. 27–70, hér bls. 31–32.
4 Karl Popper, Conjectures and Refutations, London: Routledge & Kegan Paul, 1994
[1963], hér bls. 7–8.
Ritið 3/2011, bls. 205–234