Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 206
206
„liberal“ á breskri ensku er einatt frjálslyndur jafnaðarmaður, á amerískri
ensku þýðir „liberal“ nánast „jafnaðarmaður“. Enskumælandi frjálshyggju-
menn kalla sjálfa sig „libertarian“, stundum reyndar „classical liberals“ eða
„neoliberals“, aldrei bara „liberals“. Norðmenn kalla frjálshyggjumenn
„liberalister“, frjálslynda menn „liberaler“.5 Því miður er þessi misþýðing
á „liberalism“ komin inn í íslenskar orðabækur.6
Gott dæmi um breskan „liberal“ var John Stuart Mill sem varði frelsið
með kjafti og klóm en barðist um leið fyrir opinberri velferð. Enda var
Popper mjög hrifinn af Mill, gagnstætt vini sínum Friedrich von Hayek sem
sagði réttilega að Mill hefði ekki verið frjálshyggjumaður.7 Popper mun
hafa kosið Verkamannaflokkinn þar til hann snerist á sveif með Thatcher
háaldraður maður. Alla vega vegsamaði hann kreppuára-stjórn nýsjálenska
Verkamannaflokksins, taldi hana hafa verið þá bestu í heimi.8 Tæpast hefði
frjálshyggjumaður lofsungið hið kratíska stjórnarfar andfætlinga.
Popper var klárlega jafnaðarmaður á fimmta áratug aldarinnar þegar
hann skrifaði sína frægu bók The Open Society and its Enemies. Þar segir
hann að frelsi hins óhefta markaðar geti leitt til þversagna, frelsis þeirra
sem efnahagsmáttinn hafa (e. the economic strong) til að kúga hina veiku.
Þannig yrði frelsið auðhelsi. Þess vegna er rétt að ríkið skipti sér af efna-
hagslífinu með skipulegum hætti, verndi lítilmagnann gegn yfirgangi
hinna ríku.9 Skrítinn frjálshyggjumaður atarna.
5 Önnur þýðing Gunnars sem ég felli mig ekki við er þýðing á „rationalism“ sem
„rökhyggju“. Þetta er reyndar alsiða meðal íslenskra heimspekinga en ég vil tala
um „skynsemishyggju“. Descartes taldi ekki rökleiðsluna besta tækið til kljást við
vanda heimspekinnar heldur skynsamlegt innsæi sem væri handan rökleiðslunn-
ar. „Rationalism“ Poppers hefur heldur ekki rökfræði sem þungamiðju, heldur
sem gagnrýna opna afstöðu. Af þessu má sjá að „rökhyggja“ er ekki góð þýðing á
„rationalism“.
6 Eins og sjá má ef flett er upp á „frjálshyggju“ í orðabók Eddu frá 2002. Í Orðabók
Menningarsjóðs frá 1963 er „frjálshyggja“ skilgreind sem „fríhyggja“ eða „trú-
leysi“.
7 Friedrich von Hayek, „Miðju-Moðið“, þýð. Hannes H. Gissurarson, Frelsið, 1.
hefti, 1. árg., 1980, bls. 6–35, hér bls. 6–15.
8 Karl Popper, The Philosophy of Karl Popper, 1. bindi, ritstj. P. A. Schilpp, La Salle, II:
Open Court, 1974, bls. 89. Sjá einnig Huginn Freyr Þorsteinsson, „Inngangur“,
Karl Popper, Ský og klukkur og fleiri ritgerðir, Reykjavík: Heimspekistofnun Háskóla
Íslands, 2009, bls. 7–25, hér bls. 8.
9 Hann segir: „... the principle of non-intervention of an unrestrained economic
system must be given up; if we wish freedom to be safeguarded, then we must
demand that the policy of unlimited economic freedom be replaced by the planned
economic intervention of the state.“ Karl Popper, The Open Society and its Enemies,
STEFÁN SNÆVARR