Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 207
207
Hvað sem því líður er engin tilviljun að frjálshyggjumenn hafa laðast að
speki Poppers. Í fyrsta lagi var gagnrýni hans á marxismann mjög í þeirra
anda, Popper taldi marxismann hæpna speki með innbyggðum alræðis-
þætti.10 Einn þessara alræðisþátta er tvíhyggja að hætti ofsatrúarmanna,
marxistar skiptu heiminum í tvennt, ríki ljóss og myrkurs, undirokaða og
ríkjandi stétt. Þessi öfl takast á rétt eins og Guð og djöfullinn í sumum
trúarbrögðum, góðu öflin munu sigra að lokum. Popper bendir á að þessi
greining sé auðmisnotanleg, þar sem auðvelt sé að stíga einu skrefi lengra
og stinga fulltrúum myrkursins í svartholið.
Þetta held ég að sé hárrétt. Meinið er að Popper gerir sig sekan um
svipaða villu, þar sem hann lýsir mannkynssögunni sem átökum milli fylg-
ismanna og fjenda hins opna samfélags.11 Hinir fyrrnefndu eru fulltrú-
ar vísinda, frelsis og skynsemi, menn ljóssins. Andstæða þeirra eru hinir
síðar nefndu sem eru menn hjáfræða og hjátrúar, þröngsýni og helsis. Þeir
séu menn myrkursins sem hafi frá örófi alda hyllst til að telja alla vanþekk-
ingu vera afleiðingu af samsæri, þeir einblína á uppruna (van)þekkingar og
halda að uppruni ráði gildi kenninga. Það að einblína á uppruna kenninga
kann að leiða til þess að menn einblíni á þann sem setur kenninguna fram
og afgreiði kenningarnar með tilvísun til þess hver sá maður sé, til dæmis
með því að segja: „Iss, þetta segir þú bara af því þú ert af yfirstétt“ eða „Iss,
þér finnst þetta vegna þess að þú ert kona“. Tali maður svona þá tekur
hann ekki viðmælendur sína alvarlega og þá er freistandi að þagga niður
í þeim með boðum og bönnum. Upprunahyggjan getur haft stjórnlyndar
afleiðingar.12
Popper segir reyndar að lýsing sín á mannkynssögunni sem átökum
vina og fjenda opna samfélagsins sé ekki endilega stórisannleikurinn um
söguna heldur sagan séð frá hans eigin sjónarhóli. Auðvelt er að gleyma
þessum varnagla Poppers og líta á staðhæfingar hans sem allsherjarkenn-
ingu um söguna. Tvíhyggja Poppers orkar eins og segulstál á öfgamenn,
2. bindi, Princeton NJ: Princeton University Press, 1962, bls. 125. Ég ræði þessar
skoðanir Poppers nánar í bók minni um frjálshyggjuna. Stefán Snævarr, Kredda í
kreppu. Frjálshyggjan og móteitrið við henni, Reykjavík: Heimskringla – háskólaforlag
Máls og menningar, 2011, bls. 23, 29 og víðar.
10 Huginn Freyr skýtur skildi fyrir Marx og segir m.a. að Popper geri of mikið úr
tilhneigingu Marx til sögulegrar nauðhyggju. Huginn Freyr Þorsteinsson, „Inn-
gangur“, bls. 15–17.
11 Karl Popper, The Open Society and its Enemies, 2. bindi.
12 Karl Popper, Conjectures and Refutations, bls. 8–17. Karl Popper, Ský og klukkur, bls.
34–41.
AÐFERÐ OG AFSÖNNUN