Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 215
215
Vandkvæðin við að sannreyna kenningar gerir það að verkum að ekki
er hægt að smætta lögmálsskýringar vísinda í summu staðhæfinga um ein-
stakar skynreyndir eins og raunspekingar héldu. Lögmálsskýringar eru
alhæfingar en raunhæfingar eru aftur á móti staðhæfingar um einstaka við-
burði. Athugum til dæmis lögmálið um að kvikasilfur frjósi og bráðni við
–38,83 stig. Af staðhæfingunni um að í öll þau milljón, trilljón skipti sem
kvikasilfur hefur verið kælt niður í –38,83 stig hafi það frosið og bráðnað
verður ekki dregin sú ályktun að allt kvikasilfur bráðni og frosni við þetta
hitastig. Lögmálsyrðingin hljómar eitthvað á þessa leið: „Um allt sem er
kvikasilfur gildir að það frýs og bráðnar við 38,83 stig undir frostmarki.“
Lögmálsyrðingin er sem sagt alhæfing sem á að gilda um allt kvikasilfur.
En staðhæfingarnar um tilvikin milljón, trilljón, eru staðhæfingar um sum
tilvik, ekki öll tilvik, og það jafnvel þótt þau eigi við um 99% allra tilvika.
Vandinn er sá að kannski uppgötvum við eftir nokkra áratugi að kvikasilfrið
lúti ekki þessum lögmálum í tilteknu sólkerfi sem við þekkjum ekki í dag.
Ef til vill mun kvikasilfrið hætta að lúta lögmálinu á morgun eða kannski
laut það ekki lögmálinu fyrir fimm milljörðum ára í löngu horfinni vetr-
arbraut. Við getum því ekki sannað þessa lögmálsyrðingu svo óyggjandi sé.
Réttara sagt getum við ekki fundið sannanir sem eitthvað púður er í. Nóg
er af auðfundnum sannindum en þau eru venjulega sjálfsögð sannindi (e.
trivial truths), samanber sannleikann um kettlingana þrjá.
Í ofanálag er erfitt að sýna fram á að reynsla endurtaki sig. Hvernig
getum við vitað að menn hafi reynt nákvæmlega það sama í öllum þeim
tilvikum sem þeir sáu svani? Hvernig geta menn verið vissir um að þeir
hafi endurtekið tilraun nákvæmlega, til dæmis tilraun þar sem kvikasilfur
var kælt niður að 38,83 stigum undir frostmarki? Við getum ekki vitað
með öruggri vissu að hin ytri skilyrði hafi verið nákvæmlega þau sömu í
hvert sinn sem kvikasilfur hefur verið kælt niður að –38,83 stigum. Meira
að segja þótt allt sé gert til að einangra tilraunina getum við ekki útilokað
að óþekkt öfl séu að verki sem trufli hana. Kannski hafa allar tilraunir
til að bræða kvikasilfur síðan 1950 gefið villandi niðurstöður því óþekkt
geislun hefur valdið því að svo virðist sem kæling kvikasilfurs valdi því að
það bráðni en í rauninni er það geislunin. Náttúrulögmálin kynnu að hafa
breyst skyndilega árið 1950 með þeim afleiðingum að kæling kvikasilfurs
niður í –38,83 stig veldur ekki bráðnun þess. Fyrir einskæra tilviljun hefur
geislunin sömu áhrif, veldur því að kvikasilfur bráðni. Þetta dæmi virðist
langsótt en sýnir að ekki er á vísan að róa þegar við segjumst hafa endur-
AÐFERÐ OG AFSÖNNUN