Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 217
217
Mér fljúga í hug fleyg orð Bobs Dylan:
„Your heart must have the courage for the changing of the guards.“32
Heimfært á Popper: Við verðum að hafa þor til að skipta um skoðun ef
kenningar okkar falla á prófi reynslunnar.
En þetta vilja slöppu vísindamennirnir ekki skilja, þeir dekra við kenn-
ingar sínar og finna þeim búning sem verndar þær fyrir afsönnunum. Enda
er strangt til tekið hægt að bjarga hvaða kenningu sem vera skal frá afsönn-
un með því til dæmis að orða hana svo loðið að stöðugt megi endurtúlka
hana þannig að allt og ekkert staðfesti hana og ekkert afsanni hana.
Tökum spásagnir Nostradamusar sem dæmi. Þær eru svo óljóst orðað-
ar að túlka má þær með nánast hvaða hætti sem vera skal, ávallt má bjarga
þeim frá afsönnun með því að endurtúlka þær. Åke nokkur Ohlmarks lagði
út af spádómum franska spámannsins, til dæmis taldi hann að Nostradamus
hefði spáð fyrir um hernám Hitlers í Frakkandi í eftirfarandi staðhæfingu:
„… vígreifur útlendingur, hrúturinn, mun hernema Lútetíu og Aix.“33
Ohlmarks bendir á að Lútetía sé gamalt heiti Parísar, Hitler fæddist í
hrútsmerkinu og að hrúturinn hafi löngum verið tákn Austurríkis. En
hvað nú ef Nostri karlinn hefði verið að nostra við spá um fjarlæga fram-
tíð, til dæmis innrás í Frakkland árið 2105? Og hvað ef hann hefði spáð
fyrir um sigur Prússa yfir Frökkum árið 1871?
Hyggjum nú að hugmynd Poppers um lélega vísindamenn. Þeim má
líkja við bílaframleiðanda sem ekkert gerir til að prófa hvort bílar hans þoli
árekstra. Góði vísindamaðurinn er eins og bílaframleiðandinn sem gerir
hvaðeina til að prófa hvort bílar hans hafi galla og er ófeiminn við að losa
sig við bílamódel sem ekki standast prófin.34
Afsönnunaraðferðin er útilokunaraðferð, hér kemur tilgátu- og af-
leiðslu aðferðin til skjalanna. Bæði vísindamenn og venjulegt fólk beita
henni, menn setja fram tilgátur, leiða af henni prófanlegar staðhæfingar og
útiloka þær sem ekki standast próf reynslunnar.
Tökum dæmi: Eitt sinn kom ég heim eftir ferðalag og var þá fnykur
mikill í íbúðinni. Ég setti fram þá tilgátu að fnykurinn stafaði af innilok-
32 Þetta kyrjar hann í laginu „Changing of the Guards“ á plötunni Street Legal frá
1978: http://www.mp3lyrics.org/b/bob-dylan/changing-of-the-guards [sótt 16.
des. 2009].
33 Nostradamus og Åke Ohlmarks, Nostradamus profetior, þýð. Åke Ohlmarks, Stokk-
hólmur: Fabel/Wennergren-Cappelen, 1991, bls. 155. Þetta er mín þýðing á
sænskri þýðingu Ohlmarks.
34 Popper notar sjálfur ekki þessa líkingu en ég hygg að hún skýri skoðun hans vel.
AÐFERÐ OG AFSÖNNUN