Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 219
219
Peirce talaði eins og reynslan væri fræðaskotin (e. theoryimpregnated)
þótt hann notaði ekki það orðasamband, það var smíð Norwoods Russell
Hanson tæpri öld síðar.39 Það þýðir að kenningar og hugtök marka reynsl-
unni farveg og gera hana mögulega. Þótt ómálga kornabarn verði fyrir
sömu skynhrifum og ég af tölvunni minni þá sér barnið ekki tölvu. Það
hefur einfaldlega ekki hugtakið tölvu á valdi sínu, þekkir ekki þá kenningu
að fyrirbæri af þessu tagi flokkist undir tölvur.
Lítum á hvernig Popper vinnur úr þessari hugmynd og byrjum á
skemmtilegri sögu sem hann segir: Eitt sinn sagði hann nemendum sínum
að athuga vandlega og skrifa niður allt sem þeir hefðu athugað. Þeir
lyftu náttúrulega upp höndum og spurðu: „Hvað eigum við að athuga?“
Athugun er aldrei forsendulaus, hún byggir ávallt á vali, við veljum hvaða
þættir séu mikilvægir fyrir athugun okkar og gaumgæfum þá. Við athugum
alltaf frá tilteknu sjónarhorni í ljósi tiltekinna væntinga og þekkingar.40
Það er ekki hægt að sanna staðhæfinguna „þetta er glas sem er fullt af
vatni“ einvörðungu með tilvísun til reynslunnar. Orðin „glas“ og „vatn“
vísa til efnishluta sem „hegða“ sér eins og þeim væri stjórnað af lögmálum
(„exhibit a certain law-like behaviour“). Lögmálsskýringar eru jú altækar
og því ekki bara summan af staðhæfingum um einstök tilvik. Um leið geta
menn ekki haft reynslu af glasi eða vatni nema þeir viðurkenni í reynd að
þessar altæku lögmálsskýringar séu sannar. Þannig er reynslan gegndrepa
af fræðilegum hugmyndum, í þessu tilfelli af vissum lögmálsskýringum.41
Reyndar er reynsla okkar af glösum og öðrum fyrirbærum gegnsósa af for-
dómum og forsendum ýmsum. Hugtökin eru eins og árfarvegir, skynhrifin
eins og vatnið, hugtökin ráða formi skynhrifanna og stefnu þeirra. Þetta
þýðir að við höfum aldrei beitt tilleiðslu í reynd þótt við kunnum að telja
okkur trú um það. Við sköpum ekki hugtök með tilleiðslu frá reynslugögn-
um. Þessu er öfugt farið, hugtökin koma fyrst, einatt í mynd frumstæðra
væntinga, reynslan eftir á. Athugið að þetta veikir líka sannleiksgildi þeirr-
ar kenningar að vísindin séu eða ættu að vera laus við frumspeki. Popper
bendir á að þessar forsendur og þeir fordómar sem gera reynsluna mögu-
lega eru hvorki reynslu- né rakasannindi, forsendurnar eru strangt tekið
frumspekilegs eðlis.
39 N. R. Hanson, Patterns of Discovery, Cambridge: Cambridge University Press, 1972
[1958].
40 Karl Popper, Conjectures and Refutations, hér bls. 61. Karl Popper, Ský og klukkur,
bls. 92.
41 Karl Popper, Logic of Scientific Discovery, bls. 95.
AÐFERÐ OG AFSÖNNUN