Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 222
222
meginstraum félagsvísinda. Eftir væri óhrekjanlegur og því óvísindalegur
kjarni kenninga sem marxistar héldu dauðahaldi í og héldu að skýrði hvað-
eina.50
Popper var öllu orðljótari um Freud en Marx og gaf í skyn að freud-
isminn væri froða, kenningar sálgreiningarinnar væru einfaldlega óhrekj-
anlegar og þar með óvísindalegar. Hann talaði hæðnislega um hetjusögu
(e. epic) Freuds um dulsjálf, sjálf og yfirsjálf.51 Samt sló hans vissa varnagla
og gaf í skyn að ekki væri hægt að útiloka að finna mætti vitlegan kjarna í
sálgreiningunni. Vísindin ættu jú sitt upphaf í gagnrýnni nálgun á goðsög-
ur, kannski mætti vinna úr goðsögum Freuds með frjóum og gagnrýnum
hætti.52
Staðalgagnrýnin á Popper
Pælingar Poppers eru vissulega merkilegar en hreint ekki hafnar yfir gagn-
rýni. Skal nú rakin staðalgagnrýnin á Popper, gagnrýni sem ég tel í meg-
indráttum rétta. Hana reyni ég svo að efla rökum af mínum veika mætti.
Fyrst skulum við líta á þá kenningu Poppers að við getum nálgast
sannleikann þótt við fáum ekki höndlað hann. Sá er hængur á að fjöldi
mögulegra tilgátna er óendanlegur. Það þýðir að þótt við afsönnuðum
milljarða tilgátna þá eru eftir óendanlega margar óafsannaðar tilgátur. Ef
við drögum endanlegan fjölda afsannaðra tilgátna frá óendanlega mörgum
óafsönnuðum tilgátum þá er fjöldi óafsannaðra tilgátna eftir sem áður
óendanlegur. Að nálgast sannleikann að hætti Poppers er því eins og að
50 Karl Popper, Conjectures and Refutations, hér bls. 49. Karl Popper, Ský og klukkur,
bls. 77.
51 Gunnar Ragnarsson þýðir „epic“ sem „stórsögu“ (Karl Popper, Ský og klukkur, hér
bls. 79). En „hetjusaga“ er nákvæmari þýðing, eins vekur „stórsaga“ hugtengsl við
franska orðasambandið „les grands récits“ (e. grand narratives, ísl. stórsögur), en
það er ættuð frá póstmódernistanum Jean-François Lyotard og hefur ekkert með
Popper að gera.
52 Karl Popper, Conjectures and Refutations, bls. 44–51, Karl Popper, Ský og klukkur,
bls. 73–79. Um þetta deila hinir lærðu. Til dæmis segir vísindaheimspeking-
urinn Adolf Grünbaum rangt að kenningar Freuds séu ekki hrekjanlegar, vand-
inn sé sá að það vanti staðfestingar á þeim. Adolf Grünbaum, The Foundations of
Psychoanalysis: A Philosophical Critique, Berkeley: The University of California Press,
1984. Taugalíffræðingurinn Mark Solms segir að sér hafi tekist að búa kenningum
Freuds taugalíffræðilegan búning og að reynslan staðfesti kenningarnar. Mark
Solms og Karen Kaplan-Solms, Clinical Studies in NeuroPsychoanalysis. Introduction
to Depth Neuropsychology, London og New York: Karnac Books, 2000.
STEFÁN SNÆVARR