Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 224
224
tilleiðslu). Hugsum okkur nú að kenning K lifi af hverja hörðu afsönn-
unartilraunina eftir aðra sem þýðir að hún sé vel staðfest samkvæmt for-
skriftum Poppers. En er „K er vel staðfest“ sönn eða sennileg vegna þess
að hún leiðir af sönnum staðhæfingum um einstök tilvik, staðhæfingum á
borð við „K lifði af afsönnunartilraun nr. 1“, „K lifði af afsönnunartilraun
nr. 10“ og svo framvegis Staðhæfingin „K er vel staðfest“ er einfaldlega
sönn eða sennileg í krafti tilleiðslu. Vegna þessa á Popper aðeins tvo kosti
og báða slæma. Annaðhvort verður hann að viðurkenna að tilleiðsla sé
möguleg eða gefast upp á kenningunni um að afsönnunartilraunir geti
staðfest tilgátu.
Í fjórða lagi er afsönnunin skrítin skepna. Fræg er sú kenning þeirra
Pierres Duhem og Willards Van Orman Quine að þegar reynslan stríði
gegn tilgátu getum við ekki vitað hvort tilgátan er röng. Kannski er allt í
himnalagi með hana en ekki hjálparkenningarnar, ómeðvitaðar forsendur
okkar og svo framvegis.55 Þegar öllu er til skila haldið þá reynir á hverja
einustu skoðun okkar þegar tilgáta er prófuð, trú okkar á reynsluna eða
rökfræðina er þar ekki undanskilin. Skoðanir okkar mynda mikinn vef og
er engum gefið að vita með vissu hvar vefurinn hefur trosnað. Meginreglur
rökfræðinnar, eins og til dæmis mótsagnarlögmálið, eru jafn fallvaltar og
hvað annað.56 Eina ástæðan fyrir því að við trúum þeim er einfaldlega sú
að enginn hefur hingað til komið með betri hugmynd.57
Svo langt gekk Popper hreint ekki. Hann taldi að forsenda skynsam-
legrar hugsunar væri að menn viðurkenndu grundvallarlögmál rökfræð-
innar. Við getum ekki afsannað kenningu nema við gerum ráð fyrir mót-
sagnarlögmáli, ef kenningin og staðhæfingar um reynslu stangast á þá geta
ekki báðar verið sannar. Ef við létum mótsagnarlögmálið róa þá gætum
55 Duhem, sem var franskur eðlisfræðingur, mun hafa sett þessa kenningu fram um
1914, meðan þeir Quine og Popper voru enn á barnsaldri. Samkvæmt Stanford
Encyclopedia of Philosophy: http://plato.stanford.edu/entries/duhem [sótt 23. mars
2011].
56 Athugið að þótt Quine hafi verið fallveltissinni þá var hann ekki afsönnunarsinni
eins og Popper því hann taldi ekki tilraunir til að hrekja kenningar vera alfa
og omega vísinda heldur að kenningar mætti staðfesta. Sama gildir um Peirce.
Hugtakið fallveltishyggja er víðara hugtak en hugtakið afsönnunarhyggja, síðar-
nefnda hugtakið er undirhugtak fyrrnefnda hugtaksins. Maður getur sem sagt verið
fallveltissinni án þess að vera afsönnunarsinni en ekki verið afsönnunarsinni án þess
að vera fallveltissinni.
57 Til dæmis Willard Van Orman Quine, From a logical Point of View, New York:
Harper Torchbooks, 1953, bls. 42–46.
STEFÁN SNÆVARR