Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 228
228
ingar teldust sannaðar, þar til annað reynist sannara. Ákvörðunarhyggja
(e. decisionism) Poppers grefur þannig undan afsönnunarhyggjunni. Hún
gerir í reynd sönnun jafn hátt undir höfði og afsönnun um leið og sú síðar-
nefnda missir allan mátt, verður leikbrúða í höndum ákvörðunarinnar.
Í annan stað þýðir þetta að Popper játi í reynd að hugtakið um vísindi
sé að nokkru leyti stofnanahugtak, ekki bara hugtak með ákveðna rök-
gerð, það er að segja hugtak hvers eðli má ákvarða með rökgreiningu einni
saman. En hvers vegna má líta á vísindi sem stofnanahugtak? Það sem gerir
A að ákvörðun er heild reglna og virknishátta (e. practices), virknishættirn-
ir eru bundnir meira eða minna formlegum stofnunum. Ákvörðunin um
að bjóða jafntefli í skák getur ekki orðið þess lags ákvörðun nema innan
ramma þess félagsfestis sem við köllum „skák“. Reglur og hefðir þessa
festis, virknishættir þess, gera slíka ákvörðun mögulega. En við getum ekki
skilið hefðir og reglur um breytni með rökgreiningu einni saman.65 Að
breyttu breytanda getum við ekki skilið ákvörðunina um að telja A gilda
afsönnun nema í ljósi reglna, hefða og virknishátta vísindanna, við verð-
um í stuttu máli að líta á vísindin sem félagsfesti eða stofnun. Sú stofnun
verður ekki skilin til fullnustu með rökgreiningu, bæta þarf við óformlegri
greiningu á máli vísindafestisins og empirískum athugunum á sögu og
starfi vísindanna.
Í sjöunda lagi virðist Popper nánast gefa sér að afleiðsla sé í himnalagi
þótt hann hafi eflaust vitað að ekki sé hægt að sanna að svo sé. Við getum
ekki sannað ágæti afleiðslu með afleiðslu án þess að gefa okkur það sem við
hyggjumst sanna.66 Ekki er heldur hægt að sanna þetta ágæti með tilleiðslu
ef tilleiðsla er ekki tækt rökfærsluform. Þar af leiðir að ekki er hægt að
sanna að afleiðsla sé tækt rökleiðsluform, við verðum einfaldlega að gefa
okkur að svo sé. En mælir þá eitthvað gegn því að gefa sér að tilleiðsla sé
tækt rökleiðsluform?
Í áttunda lagi er engan veginn víst að hugtak Poppers um gervivísindi
sé frjótt. Sé vísindahugtakið stofnanahugtak þá er hugtakið um gervivísindi
inntaksrýrt. Ef vísindahugtakið er stofnanahugtak væru vísindin eins og
skák, stofnun eða festi sem lýtur ákveðnum reglum og einkennist af vissum
65 Sjá til dæmis Kjørup, Menneskevidenskaberne, bls. 101–103.
66 Breski rökfræðingurinn A. N. Prior gerir skipulega grein fyrir því hvernig gildi
afleiðslu ræðst af merkingu þeirra rökyrða sem beitt er í henni og hvernig merk-
ing þeirra ræðst aftur af gildi afleiðslunnar. Við getum sem sagt ekki sannað gildi
afleiðslunnar nema við gefum okkur að hún sé gild. A. N. Prior, „The Runabout
Inference Ticket“, Analysis 21/1960, bls. 38–39.
STEFÁN SNÆVARR