Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 230
230
er að tala um rökgerð vísindanna, vísindin eru stofnanabundin virkni sem
ekki verður gripin með formúlum rökfræðinnar. „Í upphafi var athöfnin,“
segir Mefistófeles í leikriti Goethes um Fást, Kuhn hefði getað heimfært
staðhæfingu þessa upp á vísindin.
Þekkja verður uppruna kenningar til að meta gildi hennar en matið
er afstætt við viðtök, segir Kuhn. Til þess að ljá uppgötvun Wilhelms
Röntgen samsemdina „uppgötvun Röntgengeisla“ verða menn að þekkja
samhengið, m.ö.o. viðtakið og sögu þess. Í öðru viðtaki hefði „sama“ upp-
götvun fengið aðra samsemd, jafnvel þótt vísindamaðurinn hefði líka heitið
Röntgen! Ég hugsa að þetta megi skýra með dæmi úr skák: Tiltekin staða
í skák fær samsemdina „þrátefli“ í ljósi þess sem áður hefur gerst, þessi
staða hefur komið upp tvisvar áður. Samsemdin er háð sögunni og hið
sama gildir um samsemdir vísindalegra athugana, uppgötvana og kenn-
inga. Leiðin til að skilja vísindin er að kanna sögu þeirra, ekki þýði bara
að sitja í hægindastól sínum og hugsa upp formúlur fyrir góðum vísindum
eins og Popper hélt.
Til þess að viðtökin megi dafna verða vísindamennirnir að trúa blint á
þau, beygja sig undir ok þeirra, hegða sér sem hjarðdýr væru. Gagnstætt
þessu taldi Popper frjálsa rökræðu og víðsýni kennimark góðrar vísinda-
mennsku. Tali Popper eins og vísindin væru eða ættu að vera og gætu
verið eins og hinn frjálsi markaður þá talar Kuhn eins og vísindin séu
sósíalískt fyrirbæri (hann talar eins og vísindamenn séu maurar, viðtökin
mauraþúfur). Kreddutrú vísindamannanna borgar sig, með því að gefa
sér að grundvallarforsendur viðtakanna séu réttar þá eyða þeir ekki orku
í að efast um þær en nota hana til þess að vinsa úr viðtökunum, fága þau.
Þetta gildi reyndar aðeins á þeim tímaskeiðum þegar viðtök ríki í tiltek-
inni vísindagrein, þegar viðtökin líða undir lok skapast tómarúm. Menn
hætta að stunda venjuvísindi viðtaksins og gerast byltingarmenn. Á bylt-
ingarskeiðum hegða vísindamenn sér með popperskum hætti en Popper
einblíni á byltingarvísindi og gleymi hinu bráðnauðsynlega hjakki venju-
vísindanna.69
Út af fyrir sig er það rétt hjá Popper að hvorki stjörnuspáfræði né marx-
ismi geti talist vísindi. Þessi fræði eru samt ekki hjáfræði vegna þess að
kenningarnar séu óhrekjanlegar, til dæmis megi finna hrekjanlegar forspár
í stjörnuspáfræði. Ástæðan fyrir því að stjörnuspáfræði og marxismi geti
69 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolution, 2. útg., Chicago: Chicago
University Press, 1970.
STEFÁN SNÆVARR