Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 236
236
* * *
1. Kreppan er rétt nýhafin
Á innan við mánuði höfum við orðið vitni að því að Papandreou, forsæt-
isráðherra Grikklands, tilkynnti um skuld ríkisins og að Grikkland var
skikkað til að samþykkja harkalega niðurskurðaráætlun gegn því að fá gríð-
armikið evrópskt neyðarlán. Í kjölfarið fylgdi lækkað lánshæfismat Spánar
og Portúgals, hættan á gengisfalli evrunnar og ógn við tilveru gjaldmið-
ilsins, stofnun evrópsks 750 milljarða evra neyðarsjóðs (undir miklum
þrýstingi Bandaríkjanna), ákvörðun Evrópska seðlabankans, þvert á reglur
hans, um að kaupa ríkisskuldabréf og strangt pólitískt aðhald í mörgum
löndum sambandsins. Það er ljóst að þetta er aðeins upphafið. Þessir nýjustu
atburðir kreppunnar sem hófst fyrir tveimur árum með hruni bandaríska
fasteignalánamarkaðarins eru fyrirboðar annarra. Þeir sýna að hættan á
fjármálahruni er meiri en nokkurn tíma, henni valda léleg hlutabréf sem
hafa safnast upp undanfarinn áratug með ótryggðum lánum og ummyndun
greiðslufallstrygginga (e. Credit Default Swaps) í fjármagn sem bankarnir
hafa staðið fyrir. „Svarti Pétur“, þ.e. heildarupphæð skulda sem ekki verða
endurheimtar, fer um sem eldur í sinu og ríki ná ekki í skottið á honum.
Spákaupmennska beinist nú að gjaldmiðlum og ríkisskuldum. En evran er
veiki hlekkurinn í keðjunni, sem og Evrópa sjálf. Það getur lítill vafi leikið
á því að afleiðingarnar verða hörmulegar.
2. Grikkir mótmæla: Með réttu!
Fyrstu áhrif „lækningarinnar“ sem beitt var á grísku kreppuna voru reiði-
leg mótmæli grísku þjóðarinnar. Það eru skiptar skoðanir um það hvort
líta skuli á þau sem hugleysislega afneitun á ábyrgð þjóðarinnar eða eðli-
lega höfnun á óréttlátri fjöldarefsingu. Ef litið er fram hjá glæpsamlegum
gjörningum sem hafa átt sér stað, þá horfir það þannig við mér að mótmæli
Grikkjanna eiga algjörlega rétt á sér og fyrir því eru að minnsta kosti þrjár
ástæður. Í fyrsta lagi höfum við orðið vitni að fullkomlega fáránlegri ásök-
un á hendur allri grísku þjóðinni. Öll gríska þjóðin var í blindni úthrópuð
vegna spillingar og lyga stjórnmálamanna sem hinir ríku græða á með
stórfelldum skattsvikum eins og alls staðar. Í öðru lagi sveik ríkisstjórnin
enn og aftur kosningaloforð sín (og í þetta sinn var það sennilega síðasta
hálmstráið) án þess að nokkur lýðræðisleg umræða um málið ætti sér stað.
ÉTIENNE BALIBAR