Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 237
237
Í þriðja lagi sýndi Evrópa (Evrópusambandið) enga raunverulega sam-
stöðu með einu af aðildarríkjum sínum heldur beygði það undir nauðung-
arreglur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem vernda ekki þjóðirnar sjálfar heldur
bankana og gefa fyrirheit um djúpan og endalausan samdrátt. Virtustu
hagfræðingar eru sammála um að þetta muni leiða enn frekar til greiðslu-
falls gríska ríkissjóðsins og muni breiða út kreppuna og auka atvinnuleysi
sem þegar er mikið, ekki síst ef sömu reglum verður beitt á önnur lönd þar
sem lánshæfismat kann að vera fært niður hvenær sem er, en það er einmitt
það sem fylgjendur „rétttrúnaðar“ fara fram á.
3. Pólitík sem fer í felur með nafn sitt
Grikkir voru fyrstu, en varla síðustu, fórnarlömb pólitíkur sem snýst um
að „bjarga evrópska gjaldmiðlinum“. Leiðirnar sem farnar eru (að mestu
knúnar fram af Þjóðverjum) eru fyrst og fremst almennt aðhald í ríkisút-
gjöldum (sannarlega fól stofnsáttmáli ESB í sér reglu um hámarkshalla á
ríkisfjárlögum en það var aldrei gengið á eftir því …), við það bætist (frekar
vægt) eftirlit með spákaupmennsku og frjálsu flæði vogunarsjóða og verð-
bréfasala, sem tilkynnt var um eftir undirmálslánakreppuna (e. subprime
crisis) og hið raun- eða sýndarverulega bankahrun í Bandaríkjunum árið
2008. Við þessar aðgerðir bæta hagfræðingar, sem aðhyllast kenningar í
anda Keynes (e. neokeynisian), annarri kröfu: Að hugað verði að stofnun
evrópskrar efnahagsríkisstjórnar (einkum og sér í lagi með því að koma
á sameiginlegri skattastefnu), sem hugsanlega væri í samhengi við aukn-
ar fjárfestingar í iðnaði. Án ofangreindra aðgerða, halda hagfræðingarnir
fram, mun sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill ekki verða sjálfbær.
Engar þessara aðgerða eru beinlínis tæknilegar, þær eru fyrst og fremst
pólitískar og allir þegnar ættu að fá tækifæri til að ræða um þær vegna
afleiðinganna sem þær munu hafa á þá alla. Samt sem áður er umræðan, á
því stigi sem hún er núna, mjög hlutdræg vegna þess að mjög mikilvægar
ákvarðanir fara leynt eða þeim er vísað frá:
– Hver sú stefna sem felst í að verja eða gengisfella gjaldmiðil í efna-
hagskreppuástandi leiðir til tveggja róttækra kosta: annaðhvort færir það
efnahags- og þjóðfélagslegar ákvarðanir til valdhafa fjármálamarkaðarins
(þar með taldar forsendur þeirra fyrir lánshæfi sem verður þá óhjákvæmi-
lega í anda þess sem þeir spá fyrir og fullyrða að sé byggt á óvefengjanlegri
dómgreind) eða það eykur getu ríkisins (og opinberra stofnana almennt)
til að takmarka óstöðugleika markaðarins og tryggir langtímahagsmunum
EVRÓPA: SEINASTA KREPPAN?