Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 238
238
efnahagslífsins forgang fram yfir skammtímaspákaupmennsku. Þessir tveir
kostir geta ekki farið saman!
– Eins og stendur gæti evrópska samsetningin, undir áhrifum frá ríkjandi
jafnaðaröflum, hafa leitt af sér samstillingu stofnana (e. institutional harm
onization) að einhverju marki og breitt út viss grundvallarréttindi, sem ekki
má líta fram hjá, en andstætt yfirlýstum markmiðum hefur hún ekki leitt
til samruna efnahags þjóðanna, sameiginlegrar velsældar, langt í frá. Sum
landanna eru ríkjandi, yfir öðrum er ríkt, hvað varðar markaðsstöðu, sam-
ansöfnun fjármagns og ósjálfstæði atvinnulífsins. Hagsmunir þegnanna eru
kannski ekki í andstöðu hverjir við aðra en sú er raunin samt sem áður, í vaxandi
mæli, hjá ríkjunum.
– Allar aðferðir í anda Keynes sem beinast að því að fá almenning til að
bera traust til efnahagslífsins byggja á þremur innbyrðis háðum stoðum:
Stöðugum gjaldmiðli, skynsamlegu skattkerfi en einnig félagslegri stefnu
sem hefur að markmiði að útrýma atvinnuleysi og auka almenna neyslu til
að viðhalda eftirspurn. Það er kerfisbundið litið fram hjá þriðju stoðinni í flest-
um útskýringum um þessar mundir, sem greinilega er ekki tilviljun.
4. Hinar raunverulegu tilhneigingar alþjóðavæðingarinnar
Allar þessar rökræður um evruna (gleymum ekki að nokkur mikilvæg evr-
ópsk lönd höfnuðu því að taka þátt í gjaldmiðilssamstarfinu, þar á meðal
Bretland, Svíþjóð og Pólland) og um framtíð Evrópusambandsins munu
halda áfram að verða fullkomlega óáþreifanlegar þar til þær verða tengdar
við hinar eiginlegu tilhneigingar alþjóðavæðingarinnar: þær tilhneigingar
sem fjármálakreppan mun ýta kröftuglega undir, nema fólkið sem þær
snerta muni íhuga þær í pólitísku ljósi. Hvernig fer best á að segja frá þeim
í stuttu máli? Í fyrsta lagi verðum við nú vitni að umskiptum frá einni
mynd alþjóðlegrar samkeppni til annarrar: Þetta er ekki lengur (að mestu)
samkeppni um arðbært fjármagn heldur samkeppni meðal þjóðríkja sem nota
skattaundanþágur og launaþrýsting til að laða að sér meira af hreyfanlegu
fjármagni en nágrannarnir. Pólitísk, félagsleg og menningarleg framtíð
Evrópu mun ráðast af því hvort sambandið muni haga sér eins og skilvirkt
kerfi þar sem aðilar beita samstöðu til að vernda sig fyrir „kerfis áhættu“
eða (og þá knúið áfram af ríkjum, sem um þessar mundir eru valdameiri,
og af almenningsálitinu sem þar ríkir) hvort sett verður regluverk um
kerfið til að stuðla að enn meiri samkeppni meðal þessara ríkja og þegna
ÉTIENNE BALIBAR