Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 239
239
þeirra. En það er önnur tilhneiging: Breyting á skiptingu vinnuafls á alþjóða
vísu sem raskar mjög jafnvægi á vinnumarkaði heimsins. Um er að ræða
nýjan hnattrænan strúktúr þar sem norður og suður, austur og vestur
skipta um stöðu. Í stærstum hluta Evrópu mun þetta sjálfkrafa leiða til
harkalegrar aukningar á misrétti: Fótunum verður kippt undan millistétt-
unum, störfum sem krefjast fagþekkingar mun fækka, arðbær iðnaður mun
færast á milli staða, draga mun úr velferð og félagslegum réttindum og
menningartengd starfsemi og opinber þjónusta munu skaðast. Þess vegna
mun andstaða við fjölþjóðlega pólitíska samlögun, andstaða sem talin er
vernda fullveldi ríkjanna, í raun veikja varnir hverrar þjóðar. Þessi and-
staða mun einnig flýta fyrir því að þjóðernistengdar deilur spretti upp á
ný, sem Evrópusambandið vildi einmitt fyrirbyggja. Hins vegar er einnig
ljóst að allsherjar pólitísk samlögun innan Evrópu getur ekki orðið til fyrir
tilstilli skrifræðislegrar ákvörðunar „að ofan“. Hún krefst lýðræðislegra
framfara og sóknar í hverju landi fyrir sig sem og í álfunni sjálfri.
5. Lýðhyggja: Hætta eða auðlind?
Við hljótum að þurfa að spyrja eftirfarandi spurningar: Er þetta upphafið
að endinum fyrir Evrópusambandið, sem stofnað var til fyrir 50 árum á
grunni ævagamallar útópíu, og sem reynist núna ófært um að efna loforð
sín? Því miður er svarið já. Fyrr eða síðar mun það óhjákvæmilega gerast
og hugsanlega mun því fylgja mikið umrót. Ef sambandið er ófært um að
byrja upp á nýtt, á algerlega nýjum grunni, þá er það ónýtt pólitískt verk-
efni. Yrði Evrópusambandið brotið upp þá myndu þjóðirnar, sem mynda
það, standa jafnvel enn varnarlausari gagnvart hættum hnattvæðingarinn-
ar. Þær myndu berast sem hræ með straumþungu fljóti. Nýr grunnur að
Evrópusambandinu mun ekki tryggja farsæld þess en hann mun þó gefa
Evrópu tækifæri til þess að öðlast landfræðileg áhrif, henni og öðrum til
velsældar. Fyrir þessu er þó það skilyrði að öllum áskorunum sem tengj-
ast hugmyndinni um samtök eftir-þjóða (e. postnational federation) verði
mætt af alvöru og hugrekki. Þessar áskoranir eru gríðarlegar: Að koma á
sameiginlegu opinberu yfirvaldi sem hvorki er ríki né einföld „stjórn“ sett
saman af stjórnmálamönnum og sérfræðingum. Að tryggt sé sannkallað
jafnrétti meðal þjóða og barist gegn afturhaldssamri þjóðernisstefnu hvort
sem hana er að finna meðal hinna „sterku“ eða hinna „veiku“. Og umfram
allt endurskoðun á lýðræðinu innan Evrópu þar sem barist yrði gegn núver-
EVRÓPA: SEINASTA KREPPAN?