Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 241
241
öðrum heimsálfum) upp á Grikkland, óvirkir voru þeir aftur þegar lagt var
til að „bjarga evrunni“ á kostnað launafólks og hins almenna neytanda. Og
þeir reyndust ófærir um að hefja opinbera umræðu um möguleika og tilgang
Evrópu þar sem samstaðan skyldi ríkja.
Undir þessum kringumstæðum hljótum við að velta því fyrir okkur hvað
mun gerast þegar kreppan nær næsta stigi. Þegar pólitík innan þjóðland
anna, sem verður sífellt meira bælandi, verður búin að tapa öllu félagslegu
innihaldi eða félagslegum fjarvistarsönnunum. Mótmælahreyfingar munu
án efa myndast en þær verða einangraðar og jafnvel munu þær leiðast út í
ofbeldi eða þá að rasistar og útlendingahatarar (sem nú þegar spretta upp
alls staðar í kringum okkur) munu gera þær að sínum. Að lokum munu þær
valda meiri vanmætti, meiri örvæntingu. Þetta er sorglegt þar sem kap-
ítalísk og þjóðerniskennd hægriöfl, sem nú sækja fram, eru einnig klofin
í aðgerðum sínum: Það kom í ljós þegar áætlunum um að minnka halla á
opinberum fjárlögum var teflt gegn auknum fjárfestingum og verður enn
ljósara þegar tilvist stofnana ESB verður í húfi (þróunin í Bretlandi gefur
vísbendingar um það sem koma skal1). Þarna lá ákveðið tækifæri – sem
er kannski sterkt til orða tekið í þessu samhengi. En málið varðar einnig
menntafólkið: Til hvaða lýðræðislegu og pólitísku aðgerða væri hægt og ætti
að grípa í Evrópu kreppunni til höfuðs? Þær yrðu bæði að beinast að stjórn
efnahagsmála og mótun félagslegrar stefnu. Jafnframt yrðu þær að hafa
það markmið að útrýma spillingu og draga úr misréttinu sem nærir hana,
að skuldir yrðu endurskoðaðar og skilgreind væri sameiginleg stefna með
það fyrir augum að löglegt yrði að flytja skatttekjur á milli þjóða sem eru
innbyrðis háðar hver annarri. Það er viðfangsefni framsækins menntafólks,
hvort sem það lítur á sig sem endurbótasinna eða byltingarsinna, að ræða
um þessi mál og taka áhættur. Víki það sér undan þessu verkefni, veit það
hvað til þess friðar heyrir.
Þýðandi: Jóhanna Björk Guðjónsdóttir
1 [Aths. þýðanda: Hér vísar Balibar til loforða Davids Cameron, formanns breska
íhaldsflokksins, varðandi ESB, m.a. um að bera alla samninga um valdfærslu frá
Bretlandi til ESB undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig lofaði Cameron að
færa vald frá stofnunum ESB til Bretlands, m.a. með því að draga ríkið út úr vissum
hlutum löggjafar Evrópusambandsins. Sjá t.d. grein í The Economist sem birtist
31. mars 2010: http://www.economist.com/node/15814591 [sótt 23. nóvember
2011]].
EVRÓPA: SEINASTA KREPPAN?