Peningamál - 01.07.2006, Side 5

Peningamál - 01.07.2006, Side 5
I Yfirlit þjóðhags- og verðbólguspár Breytt framsetning þjóðhags- og verðbólguspár Þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans er með breyttu sniði í þessu hefti Peningamála. Fram til þessa hefur megináherslan verið á spá, sem byggðist á því að stýrivextir héldust óbreyttir út spátímabilið og að gengisvísitala krónunnar breyttist ekki frá spádegi. Nú er megin- áherslan hins vegar á spá sem byggist á vaxtaferli sem endurspeglar væntingar markaðs- og greiningaraðila um þróun stýrivaxta á næstu misserum. Gengi krónunnar er spáð með þjóðhagslíkani bankans eins og öðrum hagstærðum. Þessi spá kallast nú grunnspá. Birtar eru tvær fráviksspár. Í hinni fyrri er gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum út spátímabilið. Hún er því sambærileg við þá spá sem áður var kölluð grunnspá, nema að því leyti að gengi krónunnar er ekki haldið föstu á spátímanum heldur er því spáð út frá samspili óvarins vaxtajafnvægis og fráviki frá kaupmáttarjafnvægi. Seinni fráviksspáin er sambærileg við spá sem Seðlabankinn birti í síðasta hefti Peningamála en í henni er gert ráð fyrir að bankinn fylgi peningastefnureglu sem tryggir að verðbólgumarkmiðinu verði náð á spátímabilinu. Tilgangurinn með því að birta þrjá verðbólguferla er meðal ann- ars að draga úr áherslu á einstaka ferla, en slíkt endurspeglar betur þá óvissu sem óhjákvæmilega ríkir um efnahagsframvinduna, sérstaklega við núverandi aðstæður. Raunsæi og innra samræmi grunnspár ætti jafnframt að batna þegar ekki er lengur byggt á að stýrivextir og gengi krónunnar séu óbreytt út spátímabilið. Nánar er fjallað um breytta framsetningu á spám og rökin fyrir henni í rammagrein VIII-3. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Verðbólguhorfur versna sakir gengislækkunar og vaxandi launakostnaðar Verðbólguhorfur hafa versnað mikið frá því að Peningamál komu út hinn 30. mars sl. Það má rekja til þess að gengi krónunnar lækkaði á sama tíma og innlend eftirspurn jókst hratt og vaxandi spennu gætti á vinnumark- aði. Þótt gengisaðlögunin hafi verið óhjákvæmileg og gengi krónunnar sé nú nokkurn veginn í samræmi við langtímajafnvægi í gengismálum hófst hún fyrr og var hraðari en æskilegt er frá sjónarhóli verðbólgumarkmiðs- ins. Verðbólguáhrif gengisbreytingarinnar hafa þó aðeins komið fram að hluta og gætu komið hraðar fram ef gengi krónunnar lækkar frekar. Samkomulag sem nú hefur verið gert um hækkun launa umfram það sem samið var um árið 2004, ýtir enn frekar undir verðbólguþrýstinginn við núverandi skilyrði. Þótt nokkur teikn séu á lofti um að draga muni úr vexti eftirspurnar á næstunni er enn ekki unnt að fullyrða að veruleg þáttaskil hafi orðið. Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum er það mikið að líklega er óhjákvæmilegt að eftirspurn dragist verulega saman áður en jafnvægi næst á ný. Aðhaldssamari peningastefna gæti flýtt aðlöguninni og þannig gert hana mildari til langs tíma litið. Auknar verðbólguvæntingar og gengislækkun hafa að undanförnu dregið úr aðhaldsáhrifum stýrivaxta. Jafnvel þótt stýrivextir hækki í takt við væntingar markaðs- og greiningaraðila eru hverfandi líkur á að verðbólgumarkmið náist innan tveggja ára. Með umtalsverðri hækkun stýrivaxta eru hins vegar horfur á að verðbólgumarkmiðið geti náðst innan ásættanlegs tíma. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem fyrir lágu 30. júní 2006, en spár byggjast á upplýsingum til 19. júní.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.