Peningamál - 01.07.2006, Page 9

Peningamál - 01.07.2006, Page 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 9 II Ytri skilyrði og útflutningur Ástand alþjóðlegra efnahagsmála hefur að undanförnu verið gott á heildina litið og horfur um nánustu framtíð þokkalegar. Hagvöxtur var töluverður í flestum helstu viðskiptalöndunum á fyrsta fjórðungi ársins. Íslensk útflutningsfyrirtæki hafa verið í góðri stöðu til að nýta sér þessi hagstæðu skilyrði því að samkeppnisstaða þeirra hefur styrkst verulega eftir að gengi krónunnar lækkaði. Raungengi hefur lækkað mikið að undanförnu. Verðbólguþrýstingur erlendis hefur hins vegar heldur aukist frá síðustu útgáfu Peningamála sem hefur áhrif til hækk- unar vaxta og á væntingar um vaxtaþróun. Þetta ásamt undirliggjandi ójafnvægi í heimsbúskapnum, sem birtist meðal annars í miklum og vaxandi halla á viðskiptajöfnuði Bandaríkjanna, hefur valdið nokkrum óróa á mörkuðum að undanförnu, t.d. miklum verðsveiflum á hluta- bréfa- og hrávörumörkuðum. Versnandi erlend fjármálaleg skilyrði í tengslum við meiri háttar áföll eða örar breytingar á stöðu heimsvið- skipta gætu haft umtalsverð áhrif á ytri skilyrði þjóðarbúsins til hins verra. Efnahagsbatinn í Evrópu styrkist Hagvöxtur glæddist í Evrópu á fyrsta fjórðungi ársins og bendir flest til þess að efnahagsbatinn sé að styrkja sig í sessi. Hagvöxtur á evrusvæð- inu á fyrsta ársfjórðungi var 1,9%. Einnig er jákvætt að hagvöxturinn er í auknum mæli drifinn áfram af vexti einkaneyslu, sem hefur verið sein að taka við sér á evrusvæðinu þrátt fyrir nokkurn efnahagsbata undanfarið. Fram að þessu hefur hagvöxturinn helst verið knúinn áfram af auknum útflutningi. Stöðugt hefur dregið úr atvinnuleysi frá seinni helmingi ársins 2004. Það stendur nú í 8% á evrusvæðinu, en er 0,3 prósentum meira í Evrópusambandinu öllu. Jákvæðar horfur bæði í Frakklandi og Þýskalandi benda til þess að þróunin muni halda áfram á sömu braut. Iðnaðarframleiðsla hefur aukist töluvert það sem af er ári en vöxturinn hefur þó verið meiri í Bandaríkjunum. Væntingavísitölur gefa einnig til kynna aukna bjartsýni meðal heimila og fyrirtækja. Verðbólga hefur aukist í Evrópu vegna hækkunar orkuverðs Á sama tíma og efnahagshorfur á evrusvæðinu hafa verið almennt bjartar hefur verðbólga hins vegar aukist að undanförnu. Hún mælist nú 2,5%, sem er um 0,5 prósentum yfir verðbólguviðmiði Seðlabanka Evrópu. Aukna verðbólgu undanfarna mánuði má að mestu leyti rekja til hækkunar orkuverðs. Það er hins vegar jákvætt að hækkun orkuverðs hefur enn sem komið er ekki leitt til umtalsverðra almennra verðlagshækkana. Kjarnaverðbólga lækkaði úr 1,5% í 1,3% í maí eftir að hafa aukist nokkuð mánuðina á undan. Haldi orkuverð hins vegar áfram að hækka er líklega aðeins tímaspursmál hvenær það leiðir af sér kröfur um launahækkanir til að mæta auknum kostnaði heimilanna og hækkun vöruverðs í kjölfar hærra framleiðsluverðs. Seðlabanki Evrópu hefur þegar hækkað stýrivexti sína í tvígang á þessu ári, í bæði skiptin um 0,25 prósentur, síðast í byrjun júní. Bankinn hefur jafnframt gefið sterklega til kynna að fleiri hækkanir gætu reynst nauðsynlegar. Verðbólga í Evrópusambandinu öllu hefur aukist og stendur nú í 2,4%. Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-1 Alþjóðleg hagþróun 1. ársf. 1998 - 1. ársf. 2006 Hagvöxtur á helstu viðskiptasvæðum Íslands Magnbreyting VLF frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 Bretland Japan Evrusvæði Bandaríkin 200620052004200320022001200019991998 Evrusvæðið Bandaríkin Mynd II-2 Iðnaðarframleiðsla janúar 2004 - apríl 20061 Árstíðarleiðréttar magnvísitölur 2000=100 1. Bandaríkin eru með maítölur. Heimild: Reuters EcoWin. 96 98 100 102 104 106 108 110 Bretland Japan 200620052004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.