Peningamál - 01.07.2006, Side 10

Peningamál - 01.07.2006, Side 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 10 Samkvæmt bráðabirgðatölum var hagvöxtur í Bretlandi 2,2% á fyrsta fjórðungi ársins en verðbólga hefur jafnframt aukist töluvert og mældist 2,2% í maí. Englandsbanki hefur haldið stýrivöxtum óbreytt- um í 4,5% frá því í ágúst í fyrra en töluverður hagvöxtur og vaxandi verðbólga auka hins vegar líkur á vaxtahækkun. Efnahagsástandið á Norðurlöndum mjög gott Hagvöxtur á Norðurlöndum á fyrsta fjórðungi ársins var töluvert meiri en á evrusvæðinu, eða 5,4% í Noregi og um 4% í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Í Danmörku voru stýrivextir hækkaðir um leið og Seðlabanki Evrópu hækkaði sína vexti. Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í lok maí eftir að verðbólga hafði aukist í 2,7%, sem er lítils háttar yfir verðbólgumarkmiði bankans. Verðbólga í Svíþjóð mældist 1,6% í maí sem er undir 2% verðbólgu- markmiði sænska seðlabankans en vel innan vikmarka þess. Á sama tíma og hagvöxtur hefur aukist töluvert og húsnæðisverð hækkað hefur verðbólga aukist hratt frá því um áramót þegar hún var aðeins 0,6%. Sænski seðlabankinn hefur brugðist við þessari þróun með því að hækka vexti um 0,25 prósentur þrisvar á árinu, nú síðast 20. júní. Bankinn hefur jafnframt gefið sterklega til kynna að frekari hækkanir gætu reynst nauðsynlegar á næstunni. Hagvöxtur í Bandaríkjunum þróttmikill en verðbólga eykst Endurskoðaðar hagvaxtartölur frá Bandaríkjunum gefa til kynna að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 3,7% og því ljóst að enn er mikill kraftur í efnahagslífinu þar. Hagvöxturinn er að lang- mestu leyti knúinn áfram af vexti innlendrar eftirspurnar. Líklegt er að dragi úr hagvexti þegar líður á árið þar sem hægja mun á vexti einkaneyslu þegar að dregur úr fasteignauppsveiflunni sem nú ríkir og vextir hækka. Á móti vegur hins vegar að dregið hefur lítils háttar úr atvinnuleysi og jafnframt hafa neikvæð áhrif olíuverðhækkana verið minni en búist var við, a.m.k. til skamms tíma. Megináhyggjuefnið nú er hins vegar að verðbólga fari á skrið. Verðbólga á ársgrundvelli jókst í maí úr 3,6% í 4,1%. Stærstan þátt í hækkuninni átti hækkun orku- verðs. Kjarnaverðbólga (vísitala neysluverðs án matar- og orkuverðs) jókst þó einnig lítils háttar milli mánaða. Seðlabanki Bandaríkjanna brást við þessari þróun með því að hækka stýrivexti í sautjánda sinn í röð um 0,25 prósentur í lok júní. Enn engar vaxtahækkanir í Japan Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur í Japan 3% sem er mun meiri hagvöxtur en á sama tíma árið áður þegar að hann var aðeins 0,5%. Vöxturinn var eigi að síður nokkru minni en á síðasta ársfjórðungi 2005, þegar að hann mældist 4%. Verðbólga hefur aukist jafnt og þétt frá því í nóvember árið 2005 og stendur nú í 0,5%. Þetta rennir stoðum undir vonir um að loksins sé tekið að lifna yfir japönskum þjóðarbúskap eftir þrálátt verðhjöðnunarskeið. Um leið hafa líkur auk- ist á auknu aðhaldi í peningamálum í náinni framtíð, þ.e.a.s. að horfið verði frá núll-vaxtastefnunni sem ríkt hefur um langt skeið. Hækkun vaxta í Japan gæti haft óbein áhrif á gengi íslensku krónunnar þar sem hærri vextir draga að öðru óbreyttu úr væntri arðsemi svokall- Mynd II-3 Væntingavísitölur á evrusvæði og í Bandaríkjunum Janúar 2002 - maí 2006 1. Mismunur á vegnu hlutfalli jákvæðra og neikvæðra svara. Heimild: Reuters EcoWin. BandaríkinEvrusvæði1 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 35 45 55 65 75 85 95 105 115 20062005200420032002 Bandaríkin, neytendur (h. ás) Bandaríkin, fyrirtæki (h. ás) Evrusvæði, neytendur (v. ás) Evrusvæði, fyrirtæki (v. ás) Heimild: Reuters EcoWin. % Mynd II-4 Verðbólguþróun á helstu viðskiptasvæðum Íslands Janúar 2002 - maí 2006 -2 -1 0 1 2 3 4 5 Bretland Evrusvæði Japan Bandaríkin 20062005200420032002
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.