Peningamál - 01.07.2006, Síða 31

Peningamál - 01.07.2006, Síða 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 31 Gert er ráð fyrir því í spám Seðlabankans nú að samneysla sveit- arfélaganna vaxi um nær 4% á ári, sem er nærri tíu ára meðalvexti, og að fjármunamyndun minnki í ár og á næsta ári, en vaxi á ný árið 2008. Um 60% af tekjum sveitarfélaganna eru útsvarstekjur, sem aflað er af launum og svipuðum tekjum. Þær hreyfast mun líkar landsfram- leiðslu í samdrætti en neysla og aðrir stofnar óbeinna skatta ríkisins. Fasteignagjöld eru líklegri til að sveiflast með efnahagsástandi, en þau nema aðeins um 10% tekna. Samdráttur þjóðarútgjalda hefur því mun minni áhrif á tekjur sveitarfélaga en ríkisins. Miðað við grunnspá Seðlabankans vaxa rauntekjur sveitarfélaga um 4% frá árinu 2005 til ársins 2008, meðan rauntekjur ríkissjóðs lækka um 5%. Halli helst um og undir ½% af landsframleiðslu í ár og næsta ár, en eykst með vaxandi útgjöldum og minnkandi tekjum á árinu 2008. Hreinar skuldir sveitarfélaganna aukast um 1% af landsframleiðslu í um 6%. Frekari eignasala og endurskipulagning, eins og átt hefur sér stað undanfarin ár, gætu þó haldið bókuðum skuldum í skefjum. Sveifluleiðrétt afkoma skánar frá marsspá Eins og í mars er búist við að afkoma hins opinbera verði góð á þessu ári, en snúist á næstu tveimur árum úr 3% afgangi í svipaðan halla miðað við grunnspá Seðlabankans. Sé stuðst við fráviksspá með pen- ingastefnureglu, verður afkoman verri, þar eð verulega slaknar þá á spennu 2007-8 miðað við grunnspána og raungengi lækkar 2008. Síðasta aldarfjórðung hefur neysla jafnan minnkað þegar gengi og framleiðsluspenna lækka og það kemur fram í tekjuspánni. Á mynd V-7 sést afkoma hins opinbera ásamt sveifluleiðréttri afkomu samkvæmt grunnspánni. Sveifluleiðrétt afkoma er fengin með því að meta hvernig tekjur og gjöld breytast þegar framleiðsluspenna breytist. Áður er leiðrétt fyrir þekktum breytingum á reglum um skatta og gjöld. Þar sem framleiðsluspennan er algengasti mælikvarðinn á hagsveifluna er metið samband hennar við fjármálastærðir notað til að lýsa áhrifum hagsveiflunnar á opinberan búskap. Það er þó mikil einföldun hér á landi, þar sem raungengissveiflur hafa mikil áhrif á afkomu hins opinbera. Afkoma hins opinbera árið 2006 er áætluð 3,4% af landsfram- leiðslu, svipuð og búist var við í mars. Framleiðsluspenna 2006 er metin aðeins minni nú og sveifluleiðrétta afkoman því aðeins betri, 1,8%. Hallinn árið 2007 er metinn 0,4% nú en 1,4% í mars. Metin spenna er óbreytt, svo sveifluleiðrétt afkoma skánar jafnmikið frá mars- tölunni í -1,7% af landsframleiðslu. Árið 2008 versnar spáð afkoma enn um 2,8 prósentur af landsframleiðslu þegar 3% framleiðsluspenna snýst í ½% slaka. Sveifluleiðrétt afkoma versnar um 1,3 prósentur milli ára í 3% halla, eins og sést á mynd V-8. Gengisbreytingar orka hér á landi afar sterkt á tekjur hins opin- bera af óbeinum sköttum. Þær fylgja gjarnan hagsveiflum, en ekki nógu vel til að framleiðsluspennan grípi þær. Áhrif gengis á tekjur ríkisins eru þó afar skýr og stafa m.a. af því að þegar krónan styrkist breytist sam- setning neyslunnar og meira er keypt af bílum og annarri varanlegri neysluvöru. Þetta má sjá í aðeins almennara samhengi á mynd V-9 þar sem sjást frávik óbeinna skatttekna ríkisins frá leitni og frávik einka- neyslu frá leitni, eftir að undirliðir neyslunnar hafa verið vegnir með tilliti til skattlagningar. Óvegin einkaneysla nær ekki að skýra toppa í skatttekjum, en sú vegna virðist gera það allvel síðustu árin. Afkoma hins opinbera Leiðrétt fyrir hagsveiflu Mynd V-7 Sveifluleiðrétt afkoma hins opinbera 2000-2008 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, grunnspá Seðlabanka Íslands. -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 200820072006200520042003200220012000 Mat í júlí 2006 Mat í mars 2006 Mynd V-8 Breytt mat á sveifluleiðréttri afkomu 2000-2008 % af VLF Heimild: Grunnspá Seðlabanka Íslands. -4 -3 -2 -1 0 1 2 200820072006200520042003200220012000 Óbeinir skattar ríkissjóðs Vegin einkaneysla1 Mynd V-9 Óbeinir skattar og vegin einkaneysla 1980-2005 Frávik frá leitni % 1. Undirliðir einkaneyslu eru vegnir eftir líklegri skattlagningu. Heimild: Seðlabanki Íslands. -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘04‘01‘98‘95‘92‘89‘86‘83‘80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.