Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 35
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
35
Forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði
árið 2004 hafa ekki staðist
Við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði árið 2004 var
miðað við að verðbólga þróaðist í samræmi við verðbólgumarkmið
Seðlabanka Íslands og að kostnaðarhækkanir þeirra kjarasamninga
yrðu almennt stefnumarkandi fyrir aðra samninga á vinnumark-
aði. Tvisvar á samningstímanum, í nóvember árin 2005 og 2006,
skyldi svokölluð forsendunefnd, skipuð af Alþýðusambandi Íslands
(ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA), meta hvort þessar forsendur
hafi staðist. Kæmist nefndin að þeirri niðurstöðu að forsendur væru
brostnar gætu aðilar annaðhvort samið um launaliðinn á ný eða sagt
samningum upp.
Í nóvember 2005 var það sameiginlegt mat forsendunefndar
ASÍ og SA að samningsforsendur hefðu ekki staðist og var samið um
breytingar á launalið samninganna.1
Síðan í nóvember sl. hafa bæði verðlagsþróun og launabreyt-
ingar annarra hópa verið umfram forsendur kjarasamninga. SA lagði
því fram formlega hugmynd að breytingu á launum 2. júní sl. með
það fyrir augum að koma í veg fyrir óvissu fram í nóvember um
niðurstöður fyrirsjáanlegrar endurskoðunar og mögulega uppsögn
kjarasamninga í aðdraganda alþingiskosninga. Aðilar náðu sam-
komul agi hinn 22. júní.
Tvíþætt markmið ...
Meginmarkmið með samkomulaginu nú er að ,,breyta væntingum
um verðbólgu á árinu 2007 þannig að á síðari hluta ársins verði
verðbólga komin í takt við 2,5% verðbólguviðmið kjarasamninga og
verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands”.2 Sett eru fram viðmið fyrir
hámarkshækkun vísitölu neysluverðs m.v. þriggja mánaða hækkun
(sjá töfl u). Samkvæmt þeim forsendum yrði árshækkun vísitölunnar
á síðasta fjórðungi ársins 2007 um 3,5% og því nokkuð yfi r 2,5%
verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.3 Hins vegar yrði þriggja
mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli um 2,5% á
seinni hluta ársins að mati ASÍ og SA.
Hitt markmið samkomulagsins er að ,,draga úr því misvægi
sem orðið hefur á launatöxtum í kjarasamningum aðila og hliðstæð-
um samningum opinberra aðila” og var gert tvíþætt samkomulag í
því skini.
Rammagrein VI-1
Endurskoðun
kjarasamninga
1. Sjá nánari umfjöllun á bls. 106 í Peningamálum 2005/4.
2. Markmið ASÍ og SA um hjöðnun verðbólgu og samstarf aðila vinnumarkaðarins og
stjórn valda vegna samkomulags 22. júní 2006. Tekið af heimasíðum ASÍ (www.asi.is)
og SA (www.sa.is ) 22. júní 2006.
3. Verðbólgumarkmiðið er skilgreint í samkomulagi forsætisráðherra og bankastjórnar
Seðlabanka Íslands um verðbólgumarkmið og breytta gengisstefnu frá 27. mars 2001.
Þar segir: ,,Seðlabankinn mun stefna að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækkun
vísitölu neysluverðs á 12 mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%”.
Markmið ASÍ og SA um verðbólguþróun (%)
Þriggja mánaða Breyting
hækkun vísitölu Þriggja mánaða frá sama
neysluverðs breyting á ársfjórðungi
verði undir ársgrundvelli árið áður
3. ársfjórðungur 2006 3,7 15,6 10,0
4. ársfjórðungur 2006 2,9 12,1 11,7
1. ársfjórðungur 2007 1,2 4,9 11,8
2. ársfjórðungur 2007 1,0 4,1 9,1
3. ársfjórðungur 2007 0,7 2,8 5,9
4. ársfjórðungur 2007 0,6 2,4 3,5