Peningamál - 01.07.2006, Síða 49

Peningamál - 01.07.2006, Síða 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 49 fram í hækkun verðlags. Vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu hefur því aukist talsvert frá síðustu spá, einkum á yfirstandandi ári og er langt umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Gengi krón- unnar lækkar enn á árinu, m.a. vegna væntinga um meiri verðbólgu. Nokkru meiri hagvexti er spáð til eins árs en síðast og horfur eru á kröftugri vexti innlendrar eftirspurnar í ár en gert var ráð fyrir í mars sl. en eftirspurn umfram það sem framleiðsla getur annað brýst fram í aukinni verðbólgu. Framleiðsluspenna er mikil í sögulegu samhengi litið ár fram í tímann en hefur þó minnkað eilítið frá síðustu spá vegna endurskoðunar Hagstofunnar á sögulegum gögnum. Þá eru alþjóðleg- ar verðbólguhorfur á spátímanum svipaðar og í síðustu spá en erlendir skammtímavextir eru eilitlu hærri. Mikill vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu og vaxandi verðbólguvæntingar ýta undir verðbólgu ... Launahækkanir vegna nýs samkomulags á almennum vinnumarkaði eru síst til þess fallnar að draga úr verðbólguþrýstingi þegar horft er eitt ár fram í tímann. Þær kynda þvert á móti undir verðbólgu sem er mikil fyrir og líklegt er að svo miklar launahækkanir hafi veruleg áhrif á verðbólguvæntingar. Ef háar verðbólguvæntingar festa sig í sessi verður dýrkeypt að hemja verðbólguna á ný. Veiti verðbólgumarkmið vænting- um haldbetra akkeri er hins vegar líklegra að verðbólga hjaðni hraðar en í grunnspánni. Trúverðugleiki peningastefnunnar skiptir því sköpum fyrir það hversu mikið þarf að hækka stýrivexti og draga saman eftirspurn og atvinnu til að verðbólgumarkmiðið náist innan viðunandi tíma. ... ásamt töluverðri framleiðsluspennu Áfram er útlit fyrir töluverða framleiðsluspennu á spátímanum, þótt hún fari smám saman minnkandi. Þannig verður kominn slaki í þjóðar- búskapinn við lok árs 2008 enda gert ráð fyrir að dragi úr hagvexti og samdráttur verði hafinn í lok árs 2007. Samdrátturinn í grunn- dæminu er hins vegar ekki nægilegur til að koma í veg fyrir langvar- andi frávik frá verðbólgumarkmiði. Ef stýrivextir hækka samkvæmt peningastefnureglunni hægir hraðar á hagvexti og einkaneyslu og innlend eftirspurn í heild dregst verulega saman um mitt næsta ár. Framleiðsluslaki myndast því í lok ársins. Sé horft fram yfir það spá- tímabil sem hér er fjallað um sýnir líkanið að hagvöxtur tekur að glæðast fyrr þegar peningastefnan bregst harðar við, en hins vegar gætir enn samdráttar þegar miðað er við forsendur grunnspárinnar. Uppsafnað ójafnvægi verður meira ef ekki er brugðist við og því tekur lengri tíma að vinda ofan af því en ella. Helstu óvissuþættir spárinnar sömu og í síðustu spá Óvissuþættir verðbólguspárinnar eru í megindráttum þeir sömu og í síðustu spá Seðlabankans. Þrátt fyrir talsverða gengislækkun krónunn- ar frá síðustu spá er áfram hætta á að krónan lækki meira en reiknað er með framan af spátímanum. Mikill viðskiptahalli og viðvarandi verðbólguvæntingar auka þessa hættu. Fari svo gæti verðbólga orðið meiri framan af spátímanum. Hætta á lækkun eignaverðs, einkum fasteignaverðs, gæti hins vegar leitt til minni einkaneyslu en gert er ráð fyrir í grunnspá. Það, ásamt hættu á hraðari hækkun erlendra vaxta en -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 2008200720062005 % Mynd VIII-14 Mismunandi hagvaxtarferlar Spátímabil: 2.ársfj. 2006 - 2.ársfj. 2008 Grunnspá Verðbólguspá með óbreyttum vöxtum Verðbólguspá með peningastefnureglu Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.