Peningamál - 01.07.2006, Side 51

Peningamál - 01.07.2006, Side 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 51 inu. Mikil óvissa er um þessa verðbólguferla, en þeir undirstrika að ósennilegt er að verðbólgumarkmiðið náist innan tveggja ára nema stýrivextir verði hækkaðir mun meira en í grunnspánni. Nánast engar líkur eru á að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á því tveggja ára tímabili sem grunnspáin nær til, eins og sjá má í töflu VIII-2. Verði aðhald peningastefnunnar aukið í takt við fráviksspá með peninga- stefnureglu aukast hins vegar verulega líkur á að markmiðið náist. Tafl a VIII-2 Mögulegt bil ársverðbólgu til næstu tveggja ára Verðbólga undir á bilinu undir á bilinu yfi r Ársfjórðungur 1% 1% - 2½% 2½% 2½% - 4% 4% 3. ársfj. 2006 <1 <1 <1 <1 99 2. ársfj. 2007 <1 <1 <1 <1 99 2. ársfj. 2008 <1 <1 <1 2 98 Tafl an sýnir mat Seðlabankans á líkum á því að verðbólga verði á ákveðnu bili í prósentum. Þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans er með breyttu sniði í þessu hefti Peningamála. Spá sem byggist á markaðsvæntingum um vexti og gengisferli sem reiknaður er af þjóðhagslíkani bankans miðað við þá vaxtaforsendu kallast nú grunnspá, en verðbólguferill að gefn- um óbreyttum stýrivöxtum sem áður var grunnspá er nú fráviksspá.1 Einnig er birt fráviksspá er byggist á peningastefnumiðuðum stýri- vaxtaferli. Tafl a sem sýnir helstu niðurstöður grunnspárinnar er birt í töfl uviðauka. Þá er fjallað um mismunandi ferla landsframleiðslu og undirþátta hennar með nokkuð öðrum hætti en verið hefur til þessa í kafl a um innlenda eftirspurn og framleiðslu. Með breyttri framsetn- ingu á verðbólguspá bankans er að sumu leyti fylgt fordæmi margra helstu seðlabanka Evrópu, svo sem Englandsbanka og sænska seðla- bankans. Með þessari framsetningu er leitast við að auka gagnsæi peningastefnunnar enn frekar. Spá sem byggist á óbreyttum stýrivöxtum fylgja ýmis vandamál Í hnotskurn gengur framkvæmd peningastefnu að miklu leyti út á að stjórna væntingum. Þótt stýrivextir seðlabanka snerti í raun afar takmarkaðan hóp á fjármálamarkaði með beinum hætti hafa vænt- ingar um þróun stýrivaxta á næstu misserum áhrif á langtímavexti og þar með á útgjaldaákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja. Með því að gefa skilaboð um stýrivaxtaferilinn getur seðlabanki haft mun meiri áhrif á lögun eingreiðsluferilsins og þannig greitt fyrir miðlun pen- ingastefnunnar út í efnahagslífi ð. Þetta skiptir sérstaklega miklu máli í fjármálakerfi eins og hinu íslenska þar sem mikill hluti fjárskuldbind- inga er með föstum vöxtum. Ef þjóðhags- og verðbólguspá seðlabanka byggist á óbreyttum stýrivöxtum út spátímabilið gefur slík spá óskýr skilaboð um þróun stýrivaxta á spátímanum og hefur því takmörkuð áhrif á vænting- ar markaðsaðila um þróun vaxta. Slík spá er raunar ekki samkvæm sjálfri sér því mikilvægur hluti hagkerfi sins, þ.e. viðbrögð peninga- stefnunnar við efnahagsþróuninni og miðlun hennar í gegnum áhrif væntinga um þróun stýrivaxta á langtímavexti, er tekinn úr sam- bandi, eða a.m.k. dregið mjög úr mikilvægi viðbragðanna. Þessu geta fylgt ýmis vandamál við spágerðina. Spáin getur orðið óstöðug, sérstaklega þegar spáð er langt fram í tímann. Túlkun hennar getur því orðið ákafl ega erfi ð og gagnsemi því takmörkuð. Rammagrein VIII-3 Breytt framsetning þjóðhags- og verðbólguspár 1. Um þjóðhagslíkan Seðlabankans er fjallað sérstaklega í Viðauka 1, „Nýtt ársfjórðungs- legt þjóðhagslíkan Seðlabankans“ í Peningamálum 2006/1, bls. 59-61, og um þær aðferðir sem bankinn notar við verðbólguspár í Rammagrein VIII-1 „Aðferðir Seðla- bankans við verðbólguspár“ í Peningamálum 2006/1, bls. 46-47.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.