Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 51
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
51
inu. Mikil óvissa er um þessa verðbólguferla, en þeir undirstrika að
ósennilegt er að verðbólgumarkmiðið náist innan tveggja ára nema
stýrivextir verði hækkaðir mun meira en í grunnspánni. Nánast engar
líkur eru á að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á því tveggja ára
tímabili sem grunnspáin nær til, eins og sjá má í töflu VIII-2. Verði
aðhald peningastefnunnar aukið í takt við fráviksspá með peninga-
stefnureglu aukast hins vegar verulega líkur á að markmiðið náist.
Tafl a VIII-2 Mögulegt bil ársverðbólgu til næstu tveggja ára
Verðbólga
undir á bilinu undir á bilinu yfi r
Ársfjórðungur 1% 1% - 2½% 2½% 2½% - 4% 4%
3. ársfj. 2006 <1 <1 <1 <1 99
2. ársfj. 2007 <1 <1 <1 <1 99
2. ársfj. 2008 <1 <1 <1 2 98
Tafl an sýnir mat Seðlabankans á líkum á því að verðbólga verði á ákveðnu bili í prósentum.
Þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans er með breyttu sniði í þessu
hefti Peningamála. Spá sem byggist á markaðsvæntingum um vexti
og gengisferli sem reiknaður er af þjóðhagslíkani bankans miðað við
þá vaxtaforsendu kallast nú grunnspá, en verðbólguferill að gefn-
um óbreyttum stýrivöxtum sem áður var grunnspá er nú fráviksspá.1
Einnig er birt fráviksspá er byggist á peningastefnumiðuðum stýri-
vaxtaferli. Tafl a sem sýnir helstu niðurstöður grunnspárinnar er birt í
töfl uviðauka. Þá er fjallað um mismunandi ferla landsframleiðslu og
undirþátta hennar með nokkuð öðrum hætti en verið hefur til þessa
í kafl a um innlenda eftirspurn og framleiðslu. Með breyttri framsetn-
ingu á verðbólguspá bankans er að sumu leyti fylgt fordæmi margra
helstu seðlabanka Evrópu, svo sem Englandsbanka og sænska seðla-
bankans. Með þessari framsetningu er leitast við að auka gagnsæi
peningastefnunnar enn frekar.
Spá sem byggist á óbreyttum stýrivöxtum fylgja ýmis vandamál
Í hnotskurn gengur framkvæmd peningastefnu að miklu leyti út á
að stjórna væntingum. Þótt stýrivextir seðlabanka snerti í raun afar
takmarkaðan hóp á fjármálamarkaði með beinum hætti hafa vænt-
ingar um þróun stýrivaxta á næstu misserum áhrif á langtímavexti og
þar með á útgjaldaákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja. Með því að
gefa skilaboð um stýrivaxtaferilinn getur seðlabanki haft mun meiri
áhrif á lögun eingreiðsluferilsins og þannig greitt fyrir miðlun pen-
ingastefnunnar út í efnahagslífi ð. Þetta skiptir sérstaklega miklu máli
í fjármálakerfi eins og hinu íslenska þar sem mikill hluti fjárskuldbind-
inga er með föstum vöxtum.
Ef þjóðhags- og verðbólguspá seðlabanka byggist á óbreyttum
stýrivöxtum út spátímabilið gefur slík spá óskýr skilaboð um þróun
stýrivaxta á spátímanum og hefur því takmörkuð áhrif á vænting-
ar markaðsaðila um þróun vaxta. Slík spá er raunar ekki samkvæm
sjálfri sér því mikilvægur hluti hagkerfi sins, þ.e. viðbrögð peninga-
stefnunnar við efnahagsþróuninni og miðlun hennar í gegnum áhrif
væntinga um þróun stýrivaxta á langtímavexti, er tekinn úr sam-
bandi, eða a.m.k. dregið mjög úr mikilvægi viðbragðanna. Þessu
geta fylgt ýmis vandamál við spágerðina. Spáin getur orðið óstöðug,
sérstaklega þegar spáð er langt fram í tímann. Túlkun hennar getur
því orðið ákafl ega erfi ð og gagnsemi því takmörkuð.
Rammagrein VIII-3
Breytt framsetning
þjóðhags- og
verðbólguspár
1. Um þjóðhagslíkan Seðlabankans er fjallað sérstaklega í Viðauka 1, „Nýtt ársfjórðungs-
legt þjóðhagslíkan Seðlabankans“ í Peningamálum 2006/1, bls. 59-61, og um þær
aðferðir sem bankinn notar við verðbólguspár í Rammagrein VIII-1 „Aðferðir Seðla-
bankans við verðbólguspár“ í Peningamálum 2006/1, bls. 46-47.