Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 65

Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 65
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 65 ríkisbréf til tveggja ára, auk þess sem útgáfa þriggja mánaða ríkisvíxla á mánaðar fresti var endurvakin. Þetta mun í fyllingu tímans þýða að til verður nokkuð samfelldur vaxtaferill sem nær til tveggja ára. Hver flokkur tveggja ára ríkisbréfa mun verða u.þ.b. 15 ma.kr. og verða þeir byggðir upp í þá stærð í þremur útboðum. Vonast er til að sú fjárhæð nægi til að verðmyndun verði trúverðug. Það sem styður við þá von er hversu margir flokkarnir verða og hve stutt er á milli þeirra. Á endanum verða um 60 ma.kr. í flokkum til tveggja ára og skemur. Þar að auki býður Lánasýsla ríkisins upp á verðbréfalán til aðalmiðlara þannig að heildarmarkaðsvirði hvers flokks gæti orðið 25 ma.kr. ef allir aðalmiðlarar nýta sér lánamöguleika til fulls. Fyrsta útboð tveggja ára ríkisbréfa fór fram 14. júní og bárust tilboð fyrir 14 ma.kr. Tekið var tilboðum í 5 ma.kr. auk þess sem aðalmiðlarar gátu bætt við 10% til viðbótar sínum tilboðum á meðalávöxtunarkröfu útboðsins, en hún var 11,6%. Heildarniðurstaðan var því 5,424 ma.kr. Hinn 30. maí endurnýjaði Lánasýslan aðalmiðlarasamninga sína og eru 5 aðilar aðalmiðlarar með ríkisbréf. Jafnframt var RIKB 07 0209 settur í við- skiptavakt á ný en henni hafði verið hætt fyrir nokkru. Mikil endurhverf viðskipti Rúm lausafjárstaða ríkissjóðs ásamt bindiskyldu veldur því m.a. að mikil þörf er fyrir lánafyrirgreiðslu Seðlabankans. Endurhverf viðskipti hafa í nokkur skipti verið yfir 100 ma.kr. og 20. júní námu þau rúmlega 110 ma.kr. sem er hæsta staða frá upphafi. Stöðu endurhverfra lána má sjá á mynd 6. Meðalstaða ríkissjóðs á viðskiptareikningi í Seðlabankanum hefur legið nærri 40 ma.kr. en þar að auki á ríkissjóður um 32 ma.kr. á bundnum reikningum í bankanum. Bindiskylda hefur vaxið talsvert á árinu eða um rúmlega 36%. Helsta ástæða þessarar aukningar virðist vera vöxtur erlendra innlána hjá innlánsstofnunum. Álögð bindiskylda í júní nam 24,6 ma.kr. Krónuviðskipti hafa dregist saman Viðskipti á millibankamarkaði fyrir lán í krónum það sem af er ári eru heldur minni en á sama tíma fyrir ári og munar um 13%. Heildarviðskiptin námu 691 ma.kr. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyrisskiptasamninga (swap-markaði) eru lítil, einungis 19 ma.kr. það sem af er þessu ári. Daglán hafa verið fremur fátíð á árinu en þó hafa verið veittir tæplega 40 ma.kr. það sem af er þessu ári, samanbor- ið við 2 ma.kr. fyrir ári. Af þessum 40 ma.kr. var 21 ma.kr. daglán veitt á einum degi, hinn 16. júní en ástæða þess mun vera vanmat á lánsfjárþörf hjá einni bankastofnun. Meðalfjárhæð innstæðubréfa á árinu er um 1,4 ma.kr. á viku, samanborið við 4,8 ma.kr. á sama tíma á fyrra ári. Ávöxtun íbúðabréfa sveiflaðist talsvert Talsvert stefnuleysi hefur einkennt þróun ávöxtunar íbúðabréfa í Kauphöll Íslands eins og sjá má á mynd 7. Ekki er loku fyrir það skotið að stefnuleysið endurspegli þá umræðu sem verið hefur um framtíð Íbúðalánasjóðs, auk þess sem Standard & Poor’s staðfesti í júní að sjóðurinn væri á athugunarlista og að horfur væru áfram metnar neikvæðar og hugsanlegt væri að lánshæfiseinkunn yrði lækkuð. 0 20 40 60 80 100 120 júnímaíaprílmarsfeb.jan. Mynd 6 Staða endurhverfra viðskipta Seðlabankans Vikulegar tölur 3. janúar 2006 - 20. júní 2006 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 3,5 4,0 4,5 5,0 júnímaíaprílmarsfeb.jan. HFF 150644 HFF 150634 HFF 150224 HFF 150914 Mynd 7 Raunávöxtun íbúðabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 23. júní 2006 % Heimild: Seðlabanki Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.