Peningamál - 01.07.2006, Page 66

Peningamál - 01.07.2006, Page 66
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 66 Íbúðalánasjóður hefur í tvígang selt íbúðabréf í útboðum, talsvert minna en samkvæmt upphaflegum áætlunum en tilkynnt hefur verið um lækkun áætlana. Fyrra útboðið var hinn 31. mars og var tekið til- boðum í HFF 44 fyrir 2,2 ma.kr. og í HFF 14 fyrir 1,5 ma.kr. Afleiðing þessa var að útlánsvextir sjóðsins hækkuðu um 0,2 prósentur. Síðara útboðið fór fram 16. júní og var þá tekið tilboðum fyrir 6,4 ma.kr., þ.a. 1,7 ma.kr. í HFF 34 og 4,7 í HFF 14. Styrking HFF 14 er sérstaklega markverð því að sá flokkur hefur verið á mörkum þess að vera mark- tækur vegna smæðar. Kaupþing banki skráði hinn 16. maí tvo flokka verðbréfa sem tryggð eru með veði í fasteignalánum sem bankinn hefur veitt að undanförnu. Samtals voru skráð bréf að markaðsvirði 48 ma.kr. Engin viðskipti hafa orðið með bréfin á eftirmarkaði. Skuldatryggingar hækkuðu Svonefndar skuldatryggingar eru talsverð nýjung í viðskiptum tengd- um íslenskum verðbréfum. Tilgangurinn með þeim er að verðleggja áhættu sem stafar af skuldara og gera þannig fjárfestum mögulegt að kaupa nokkurs konar tryggingu fyrir því að bréfin verði greidd á gjalddaga. Skuldatryggingar fyrir skuldabréf íslensku bankanna hafa ekki verið áberandi á alþjóðlegum mörkuðum en þó varð þess vart í október 2005 að þær tóku að hækka. Síðan hafa þær hækkað verulega, í nokkrum skrefum þó. Hækkun þeirra fer þó ekki saman við vísitölu skuldatrygginga evrópskra fjármálafyrirtækja, sem lengst af hefur fremur lækkað eins og sjá má af mynd 8. Erlend verðbréfakaup enn talsverð Fjárfesting í erlendum verðbréfum hefur verið veruleg síðustu mánuði. Þó varð sú undantekning í mars að sala erlendra verðbréfa var talsvert hærri en kaup. Fara þarf allt aftur til ársins 2002 til að finna nettósölu erlendra verðbréfa. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru nettókaup þó jákvæð um tæplega 61 ma.kr. samanborið við tæplega 22 ma.kr. nettókaup á sama tíma fyrir ári. Erlendir aðilar seldu íslensk verðbréf nettó fyrstu þrjá mánuði þessa árs fyrir 30 ma.kr. en fyrstu þrjá mánuði síðasta árs keyptu þeir nettó fyrir 11 ma.kr. Verðbólguótti erlendis Seðlabankar víða erlendis hafa hækkað stýrivexti sína á undanförnum mánuðum eins og sjá má á mynd 9. Áhrifa hækkunar olíuverðs á verðlag er farið að gæta, auk þess sem húsnæðisverðbólga í mörgum löndum hefur tilhneigingu til að ýta undir almenna verðbólgu m.a. vegna auðsáhrifa og aukinnar neyslu. Þegar vextir taka að hækka hækkar arðsemiskrafa fjárfestingar og ásókn i lausafé minnkar. Hluta- bréfaverð hefur einnig lækkað nokkuð, það sem af er árinu, sér- staklega á mörkuðum í Evrópu. Hlutabréfamarkaður rétti úr kútnum Eftir talsverða áraun í febrúar og mars hefur íslenski hlutabréfa- markaðurinn rétt nokkuð úr kútnum. Athyglisvert er að hlutabréfaverð hefur oftast verið ívið hærra en áramótaverðið, sem þó var tæplega 90% hærra en árið áður. Þróun úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands og hlutabréfavísitalna nokkurra erlendra kauphalla má sjá á mynd 10. Vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Glitnir Landsbanki Kaupþing banki Mynd 8 Skuldatryggingar íslenskra banka og vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Daglegar tölur 5. október 2005 - 20. júní 2006 Punktar Heimildir: Bloomberg, Reuters. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 110 jmamfjdno 2005 2006 Hækkun Stýrivextir Mynd 9 Stýrivextir nokkurra seðlabanka og hækkun frá áramótum % Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 5 10 15 Ís la nd N or eg ur D an m ör k N ýj a Sj ál an d Á st ra lía Sv íþ jó ð Sv is s K an ad a Br et la nd Ev ró pa Ja pa n Ba nd ar ík in
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.