Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 3
GLÓÐAFEYKIR
Félagstíðindi Kaupfélags Skagfirðinga
15. HEFTI ■ NÓVEMBER 1974
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gisli Magnússon í Eyhildarholti.
r
Attræður
Bessi Gíslason í Kýrholti var áttræður þann 3. júní 1974.
Honum hefur, á löngum ferli, verið falið að gegna fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir hið opinbera, fyrir sýslu og sveit. Þau störf
verða eigi rakin hér. Hitt veit
ég, að rækt hefur hann þau
öll af stakri trúmennsku,
hyggindum og glöggskyggni
hins greinda og reynda
manns.
Bessi var deildarstjóri Við-
víkurdeildar K.S. 1932-1937,
og sat síðan í stjórn K.S. til
vors 1968, eða 21 ár. Því má
þykja við eiga, að þessa
áfanga í ævi hans sé minnzt í
Glóðafeyki.
Kaupfélag Skagfirðinga er
viðamikil og glæsileg stofnun.
Margir eiga hlut að því,
hversu félaginu hefur vel
farnazt, og mörgum þakkir
að gjalda. Það er félagsmönn-
um og starfsfólki félagsins að
þakka. Það er framkvæmda-
stjórunum að þakka fyrst og fremst. Og það er kaupfélagsstjórn-
inni að þakka að því leyti, að hún hefur staðið að baki framkvæmda-
stjórunum og stutt þá í ómetanlegu fopystustarfi þeirra. Og enginn
LANDSBOKASAFN
315079
ÍSLAND3
Bessi Gíslason.