Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 41
GLÓÐAFEYKIR
41
Ungmennafélagar dreifa frai og áburði á Hofsafrétt sumarið 1969.
sagði draum sinn. Hann dreymdi konu nokkra, sem vildi miðla hon-
um a£ blíðu sinni, en hann kærði sig eigi unr. Áður þótti það ekki
góðs viti og boða harðræði, ef menn dreymdi konur í fjallaferðum.
Veður var bjart, og eins og ekkert hefði í skorizt hófu þeir leitina
og gengn vestur fyrir Bleikálaháls og suður með honum að vestan
að Jökulsá, vestan Illviðrishnjúka. Ain var þar á ís og gengu þeir
suður yfir hana og leituðu Hnjúkana. Jökulsá eystri kemur úr jökl-
inum bæði austan og vestan Illviðrishnjúka og koma kvíslarnar sam-
an norðan undir Hnjúkunum. Þegar leitarmenn komu á melöldu,
sem liggur austur og vestur norðan við ármót, fór að snjóa og kalda
á norðan. Þeir skiptu nú göngum og skyldi Guðni leita Svörturústir
en Hrólfur Vesturbug, og svo ætluðu þeir að hittast í Pollum.
Skömmu eftir að þeir skildu brast á norðaustan stórhríð, og segir nú
frá Hrólfi um sinn.
Áður en stórhríðin skall á ?at Hrólfur leitað svonefnda Klasa á
Vesturbug, en svo fór hann ofan með austustu Klasakvíslinni og út
í Polla og stanzaði þar lengi, en ekki kom Guðni þangað. Síðan fór
Hrólfur út af Rústakofa, sem er um klukkustundar gangur, en þar
hafði enginn komið. Þá fór hann aftur fram í Polla, dvaldi þar lengi,
kallaði og hóaði, en ekkert svar, bara veðurhvinurinn og snjókom-