Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 25

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 25
GLÓÐAFEYKIR 25 — Já, ég er nú fæddur að Fremstafelli í Kaldakinn 3. febrúar 1889. Og þá vil ég koma því hér að, að mér gremst þegar ég heyri tal- að um Köldukinn. Það er alrangt. Það er hafgolan, norðankaldinn, er þar gætir oft er á daginn líður, sem sveitin dregur nafn sitt af, en ekki að veðráttan í Kinninni sé neitt kaldari né sveitin kaldranalegri en ýmsar sveitir aðrar. Þetta nafnabrengl rekst maður víða á og það jafnvel hjá þeim, sem ættu þó að vita betur. Það er ekki skemmtilegt fyrir neinn og sízt fyrir Kinnunga, að sveitin þeirra skuli vera rang- nefnd. Foreldrar mínir voru Geirfinnur Trausti Friðfinnsson, þá bóndi í Fremstafelli og kona hans, Kristjana Guðný Hallgrímsdóttir. Var faðir minn af hinni svonefndu Illugastaðaætt, sem er mjög fjölmenn í Þingeyjarsýslu. Foreldrar mínir byrjuðu sinn búskap í Fremstafelli árið 1885, — en þá hafði staðið yfir og stóð raunar enn, mikið harð- indatímabil, — og bjuggu þar til 1891. Fóru þá búferlum að Hálsi í Fnjóskadal og bjuggu þar í tvíbýli við sr. Einar Pálsson1 og konu hans, frú Jóhönnu Briem, til 1893 er þau fluttu að Garði í sömu sveit ográku þar búskap til ársins 1905. Garður er utarlega í Fnjóska- dal, en þó voru á þessum árum þrjár jarðir norðar í dalnum, nú allar komnar í eyði. Ein þessara jarða, Austari-Krókar, var þó vildisjörð. En þau eru nú líka æði mörg orðin góðbýlin, vítt og breitt um land- ið, sem farið hafa í eyði síðan um aldamót. — Er ekki ýmislegs ánægjulegs að minnast frá uppvaxtarárunum í Þingeyjarsýslu? — Jti, að sjálfsögðu. Ég efast um að unglingarnir í þá daga hafi átt færri ánægjustundir en nti gerist meðal ungs fólks, þótt mögu- leikarnir til skemmtunar hafi verið færri og tækifærin frábrotnari og minni en nti. Ef ég ætti hins vegar að fara að rifja þetta upp hér, þá yrði það of langt mál. En svona til þess að minnast á eitthvað, þá get ég sagt þér frá því, að ein af mínum fyrstu bernskuminning- um er frá dvöl minni á Hálsi. Það var eitt sinn er pabbi fór að smala fénu, að ég laumaðist á eftir honum án þess að nokkur veitti því eft- irtekt. Kom þar för minni, að ég var staddur á melholti, þar sem krökkt var af spóum og hröfnum. Akvað ég nú að slást í þennan fé- lagsskap og settist að þarna á melnum, enda sá ég nú ekki lengur til föður míns. Bar hvort tveggja til, að hann var að sjálfsögðu ærið mikið sporagreiðari en ég, og að komin var sótþoka. Og þarna fannst ég svo skömmu seinna, enda var þetta ekki mjög langt frá bænum. 1 Sr. Einar Pálsson var prestur á Hálsi frá 1893—1903.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.