Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 70
70
GLÓÐAFEYKIR
43. Barn að aldri fluttist Halldór með foreldrum sínum frá Bjarna-
stöðum að Halldórsstöðum á Lano'holti. Þar dó faðir hans árið
O
1902 frá 10 börnum og heimilið sundraðist. Var Halldór þá svo lán-
samur að komast til valinkunnra hjóna í
næsta nágrenni, þeirra Árna hreppstjóra
Jónssonar og Sigurlínu Magnúsdóttur á
Marbæli; hjá þeim var hann til fullorðins-
ára.
Árið 1915 gekk Halldór að eiga Karólinu
Konráðsdóttur, bónda í Brekkukoti fremra
í Blönduhlíð, Bjarnasonar, og konu hans
Rósu Magnúsdóttur. Voru þau Halldór
bræðrabörn og einnig systrabörn, því að
mæður þeirra, Aðalbjörg og Rósa, voru al-
systur. Var Karólína uppeldisdóttir þeirra
Marbælishjóna, mikil myndarkona. Árið
1919 reistu þau Halldór bú í Brekkukoti og bjuggu þar til 1923, er
þau fluttu að Borgarseli, húsmennskubýli á Borgarskógum. Þaðan
fóru þau byggðum til Sauðárkróks árið 1925 og áttu þar heima æ síð-
an. Halldór fékkst þar við ýmis störf, vann og mörg sumur að vega-
°erð. Hann var ágætlega hagvirkur og stundaði trésmíðar, einkum
hin síðari árin, og fór vel úr hendi. Halldór missti konu sína árið
1941. Þau eignuðust 4 börn og komust 3 upp: Sigurlina, húsfr. á
Sauðárkr., látin, Árni, kaupm. í Hafnarfirði og Lúðvík, skólastj.
í Stykkishólmi.
Halldór Stefánsson var í hærra lagi á vöxt, vel á sig korninn, mynd-
arlegur ásýndum. Hann var greindur í betra lagi, bókheigður, al-
vörumaður, hlédrægur, fáskiptinn og dulur, seintekinn nokkuð, en
notalegur og hlýr við nánari kynni. Hann unni sönglist, svo sem ætt-
menn hans margir; er þar fremstur og frægastur Stefán Islandi,
systursonur hans. Halldór var sagður óvenju jafnlyndur maður,
greiðvikinn, barngóður með afbrigðum. Hann var vammlaus mað-
ur og vel gerður um marga hluti.
Halldór Stefánsson
Guðmundur Andrésson, bóndi á Ingveldarstöðum syðri á Reykja-
strönd, varð bráðkvaddur þ. 21. des. 1967.
Hann var Strandamaður að ætterni og uppeldi, fæddur að Kol-
beinsá í Bæjarhr. 23. des. 1896. Foreldrar: Andrés Magnússon, bónda
Bjarnasonar í Skálholtsvík, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir,