Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 4
4
GLÓÐAFEYKIR
stjórnarnefndarmanna veitti Sveini Guðmundssyni öruggara braut-
argengi til að treysta máttarstoðir K.S. en Bessi í Kýrholti.
F.h. stjórnar og framkvæmdastj. K.S., fyrrv. og núv., votta ég
Bessa Gíslasyni einlægar þakkir fyrir sívakandi áhugn hans á að efla
í hvívetna veg og gengi þeirrar stofnunar, sem hann átti svo farsæl-
an þátt í að stjórna í tvo áratugi röska. Og þó að kaupfélagsstjórn
verði oft og einatt fyrir aðkasti og gagnrýni, vafalaust réttmætri á
stundum, en oftar ef til vill ósanngjarnri, þá vona ég að hann eigi
frá þessum árum þær minningar einar, er hugurinn megi orna sér
við á efstu árum.
Gísli Magnússon.
r
Anægjuleg heimsókn
Mánudaginn þann 12. ágúst sl. kom kínverski sendiherrann á Is-
landi í heimsókn til Sauðárkróks og m. a. heimsótti hann þá Kaup-
félag Skagfirðinga og fyrirtæki þess. Meðfylgjandi mynd er tekin
þegar sendiherrann var staddur í Mjólkursamlaginu og sjást á mynd-
inn t. f. v. kona sendiherrans, Helgi Rafn Traustason kaupf.stj.,
Chen Tung sendiherra, túlkur sendihen-ans, Þórir Hilmarsson bæj-
arstjóri og Friðrik ]. Friðriksson bæjarfulltrúi. Myndin er tekin
af bifreiðastjóra sendiherrans.