Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 78
78
GLÓÐAFEYKIR
greindur maður, las mikið, hugsaði mikið, braut hvert mál til
mergjar. Hann gerði góðlátlegt gys að þeim, sem honum þótti mikl-
ir vera á lofti og frekir í framgöngu. Enginn maður var fráhverfari
því að halda sjálfum sér fram, seilast til metorða. En eðlislæg íhygli
og gætni, samfara skýrri hugsun, traust og þverbrestalaus skapgerð,
samfara einstakri prúðmennsku til orðs og æðis, — allt þetta og fleira
enn aflaði honum þvílíks trausts samferðamanna, að þeir hlóðu á
hann trúnaðarstörfum. Hann sat í hreppsnefnd 1915—1922 og aft-
ur 1928—1958, oddviti 1937—1958, hreppstjóri 1948—1961, skatta-
nefndarmaður hartnær tvo áratugi, form. búnaðarfél. urn liríð,
símstöðvarstjóri og bréfhirðingarmaður fjölda ára.
Jóhannes Steingrímsson var eigi framkvæmdamaður í búnaði. En
hann hafði löngum stórbú, fjölda fjár og hrossa. Hann var hygginn
maður og jörðin höfuðból, enda varð hann vel efnaður.
Jóhannes á Silfrastöðum var hár maður og beinvaxinn, afrendur
að afli. Hann var fölleitur, toginleitur, stórskorinn nokkuð og eigi
smáfríður, svipurinn mikill og festulegur, drættir hreinir. Hann var
manna stilltastur og skipti eigi skapi, svo að á sæi, hægur í fram-
2,'öno-u 02' fór að enou óðsleoa; óhlutsamur var liann og fátalaður
löngum, en hafði þó yndi af samræðum, gamansamur og glettinn á
góðri stund, hló sjaldan en hjartanlega. Jóhannes hugnaðist hverjum
manni vel. Skapfesta hans og trygglyndi, réttsýni hans og sanngirni
var þvílík, að enginn maður lagði honum lastyrði.
Halldór Sigurðsson, skipstj. í Hofsós, lézt þ. 13. apríl 1968.
Hann var fæddur á Sjávarborg 20. febrúar 1920. Foreldrar: Sig-
urður verkstj. á Sauðárkróki, síðast í Reykjavík, Pétursson, bónda í
Áshildarholti í Borgarsveit, Jónssonar síð-
ast bónda í Merkigarði í Tungusveit, Jóns-
sonar, og seinni kona hans Margrét Björns-
dóttir bónda á Illugastöðum á Laxárdal
ytra, Benónýssonar bónda á Borgarlæk á
Skaga, Oddssonar, og konu hans Ingibjarg-
ar Stefánsdóttur bónda í Geitagerði, Sig-
urðssonar.
Árs^amall fór Halldór með foreldrum
sínum að Borgargerði hjá Sjávarborg, þar
sem þau voru í húsmennsku um 5 ára skeið,
HalldórSigurðsson og síðan til Sauðárkróks; þar bjó svo fjöl-