Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 15
GLOÐAFEYKIR
15
og verið hefur hin síðari ár. Því er rétt að brýna fyrir félagsmönn-
um, að þeir fari að með fullri gát.
Lokaorð.
Ég vil að lokum þakka stjórn félagsins, starfsfólki öllu svo og
félagsmönnum fyrir mikið og ánægjulegt samstarf á síðasta ári. En
það hefur einmitt verið grundvöllur þess, að vel hefur gengið rekst-
ur félagsins, þegar á heildina er litið.
H. R. Tr.
Tillögur.
Samþykktar voru á aðalfundinum nokkrar tillögur, þ. á. m. tillög-
ur stjórnarinnar um ráðstöfun eftirstöðva (6,4 millj. kr.).:
Lagt í Menningarsjóð K.S............. kr. 300.000,00
Styrkur til Skógræktarfél. Skagf..... — 100.000,00
Greitt félagsmönnum í Stofnsjóð ..... — 6.000.000,00
Flutt til næsta árs.................. — 46.979,45
Samtals kr. 6.446.979,45
Þá voru samþykktar tvær tillögur um breytingar á samþykktum
félagsins, önnur um að fjölga skuli varamönnum í stjórn úr tveim-
ur í þrjá, hin unr afnám þess ákvæðis, að starfmenn félagsins skuli
eigi kjörgengir til stjórnarkjörs.
Fleiri ályktanir voru gerðar, þótt hér verði eigi greindar.
G. M.