Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 24

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 24
24 GLOÐAFEYKIR til þess að tala mikið um sjálfan sig, þó að eitthvað smávegis kunni að fiskast með eftirgangsmunum. En e. t. v. fæst hann til þess að segja eitthvað um Hóla, þennan stað, sem hann hefur lifað á og lifað með svo langan dag og er honum öðrum blettum kærari á þess- ari jörð. Friðbjörn dvelur nú á ellideild Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauð- árkróki. Ég vík mér að yfirhjúkrunarkonunni, sem ég kem auga á innan við glerþil, og sp)T eftir Friðbirni. — Jú, hann er hér á hæðinni fyrir ofan, segir hún, — á herbergi nr. 10. Á leiðinni upp stigann dettur mér í hug að ég hafi gleymt að spyrja eftir því, hvort leyfilegt sé að heimsækja vistmenn á þessum tírna dags. Nú, en Hulda gerði a. m. k. engar athugasemdir við það svo ég held ótrauður áfram. GTppi á ganginum sitja tveir rosknir menn á tali. Égspyr annan þeirra hvar nr. 10 sé. — Ég skal sýna þér það, segir hann, og við löbbum inn ganginn, beygjum fyrir ein tvö horn, að mig minnir, og þá bendir hann mér á dyr. — Þarna er nr. 10, segir hann. Ég drep á dyr, og innifyrir er svarað með rödd Friðbjörns: ,,Kom inn“. Og ég kem inn í rúmgóða tveggja manna stofu, með glugga móti vestri þar sem við augum blasir hin nýja borg, sent stöndugir Sauð- krækingar eru að reisa á og ofan við það tún, sem Árni minn Hans- en heyjaði fyrrum. Ég ber upp eriudið við Friðbjörn og hann tek- ur því vel, hafði enda áður verið undir þessa árás búinn, en kveður mig hins vegar kominn í geitarhús að leita ullar. Ég segi Friðbirni að ég hafi heyrt að hann dveldi um þessar rnundir heima á Hólum og því farið þangað að leita hans. — Ég var þar fyrir helgina, segir Friðbjörn, en það er nú svo með menn á mínum aldri, að þeim hentar ekki að vera hlaupandi úr ein- um stað í annan. Hér er líka gott að vera og hér þarf ég að eiga inn- hlaup. Hins vegar skilst mér að nógir séu um hvert pláss, sem losnar hér á ellideildinni, og því erfitt að halda hér opnum dyrum fyrir mann, sem væri á faraldsfæti með þeim hætti, að vera annan sprett- inn hér til þess að njóta nauðsynlegrar hjúkrunar og aðhlynningar en þess á milli svo yfir á Hólum. Ég býst því við, að ntig verði eink- um að finna hér úr þessu, á meðan ég tóri. — Jæja, F'riðbjörn, kannski við víkjum þá að fortíðinni og byrjum á því að spyrja: Hvar ert þú fæddur og hvenær?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.